Sarpur fyrir nóvember, 2013

Samfylkingin í Reykjavík með lokað prófkjör

Samfylkingin í Reykjavík ákvað á fundi sínum kvöld að viðhafa lokað prófkjör, svokallað flokksval, til að velja á framboðslista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Það þýðir að þátttaka er bundin við þá sem eru í flokknum. Greidd voru atkvæði á milli flokksval og uppstillingu og hlaut flokksvalið 62 atkvæði en uppstilling 58 atkvæði á fundinum.

Færðu inn athugasemd

Framboðsmál Samfylkingarinnar í Reykjavík

Dagur B. Eggertsson sækist eftir að leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavík og Hjálmar Sveinsson sækist eftir að halda áfram í borgarmálunum. Oddný Sturludóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar hins vegar ekki að gefa áfram kost á sér í í komandi sveitarstjórnarkosningum. Á fundi Samfylkingarinnar í Reykjavík í kvöld verður ákveðið hvort flokkurinn viðhefur hefðbundið prófkjör eða hvort sjö manna nefnd sjái um að stilla upp listanum.

Færðu inn athugasemd

Guðmundur vill leiða Framsókn á Akureyri

Guðmundur Baldvin Guðmundsson bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Akureyri, vill leiða lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.

Færðu inn athugasemd

Logi vill leiða Samfylkingu á Akureyri

Logi Már Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri, stefnir á að leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningum í vor.

Færðu inn athugasemd

Samfylkingin í Árborg

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg, þau Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir hyggjast bæði gefa kost á sér til setu lista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

Færðu inn athugasemd

Óskar leiðir Framsókn í Reykjavík

Framsóknarmenn í Reykjavík hafa samþykkt að sjö efstu á lista flokksins fyrir komandi kosningar verði eftirtaldir:

1. Óskar Bergsson, rekstrarfræðingur og húsasmíðameistari
2. Guðrún Bryndís Karlsdóttir, sjúkraliði og verkfræðingur
3. Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur
4. Guðlaugur Gylfi Sverrisson, vélfræðingur
5. Hafsteinn Ágústsson, kerfisstjóri
6. Hallveig Björk Höskuldsdóttir, öryggisstjóri
7. Trausti Harðarson, viðskiptafræðingur

Færðu inn athugasemd

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Úrslit í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík urðu sem hér segir:

Sjálfstæðisflokkur í Reykjavík 1.sæti 1.-2. 1.-3. 1.-4. 1.-5. 1.-6.
Halldór Halldórsson, form.Sambands ísl.sveitarf. 1802 2136 2462 2706 2953 3180
Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi 1663 2031 2378 2612 2770 2930
Kjartan Gunnarsson, borgarfulltrúi 96 1918 2531 2872 3123 3342
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi 736 1156 1601 1981 2267 2489
Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi 66 962 1466 1967 2404 2753
Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi 452 772 1161 1484 1857 2212
Marta Guðjónsdóttir, varaborgarfulltrúi 20 146 1076 1404 1757 2104
Börkur Gunnarsson, rithöfundur 10 90 527 832 1147 1511
Björn Gíslason, slökkviliðsmaður og varaborgarf. 7 64 191 739 1100 1422
Lára Óskarsdóttir, kennari 10 81 209 677 991 1325
Aðrir:
Aron Ólafsson, háskólanemi
Björn Jón Bragason, sagnfræðingur
Herdís Anna Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri
Kristínn Karl Brynjarsson
Margrét Friðriksdóttir,
Ólafur Kr. Guðmundsson, varaform. FÍB
Rafn Steingrímsson, vefforritari
Sigurjón Arnórsson, alþjóðaviðskiptafræðingur
Viðar Guðjohnsen, lyfjafræðingur
Örn Þórðarson, ráðgjafi og fv.sveitarstjóri
Atkvæði greiddu 5075. Auðir og ógildir 102.

Færðu inn athugasemd