Sarpur fyrir október, 2013

Framboð Bjartrar framtíðar í Reykjavík

Í framhaldi af yfirlýsingu Jóns Gnarr borgarstjóra í gær og þess að borgarfulltrúar Besta flokksins gengu í Bjarta framtíð á stofnfundi Reykjavíkurfélags Bjartrar framtíðar í gær hafa framboðsmál flokksins (flokkanna) skýrst nokkuð. Þannig hefur S. Björn Blöndal aðstoðarmaður borgarstjóra sagt að hann hafi sækist eftir efsta sæti lista Bjartar framtíðar. Einar Örn Benediktsson borgarfulltrúi lýsti því yfir að hann sækist eftir 8. sæti listans sem Björt framtíð segir vera baráttusætið þar sem flokkurinn sækist eftir hreinum meirihluta í borginni. Þá hafa Elsa Yeoman, Karl Sigurðsson, Eva Einarsdóttir og Páll Hjaltason borgarfulltrúar lýst því yfir að þau sækist eftir að halda áfram.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Jón Gnarr hættir og Besti sameinast Bjartri framtíð

Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík mun ekki verða í framboði í vor. Hann lýsti þessu yfir í þætti á Rás 2 í morgun. Þá sagði hann að Besti flokkurinn myndi ekki bjóða fram á ný heldur sameinast Bjartri framtíð sem byði fram í Reykjavík í vor. Björt framtíð í Reykjavík heldur stofnfund sinn í dag. Þá hefur komið fram að Helga Kristín Helgadóttir mun ekki bjóða sig fram í . vor.

Færðu inn athugasemd

Ellefu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi

11 frambjóðendur gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar sem fram fara þann 9. nóvember 2013. Þeir eru:

Ásgeir G. Bjarnason, framkvæmdastjóri
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri
Ásta Sigvaldadóttir, ráðgjafi
Bjarni Torfi Álfþórsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
Guðmundur Magnússon, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi
Karl Pétur Jónsson, framkvæmdastjóri
Katrín Pálsdóttir, háskólakennari og varabæjarfulltrúi
Lýður Þór Þorgeirsson, framkvæmdastjóri
Magnús Örn Guðmundsson, viðskiptafræðingur
Sigríður Sigmarsdóttir, viðskiptastjóri
Sigrún Edda Jónsdóttir, deildarstjóri og bæjarfulltrúi

Færðu inn athugasemd

Tuttugu í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík

Tuttugu  hafa boðið sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þau eru eftir sætum sem þau sækjast eftir:

1.sæti – Halldór Halldórsson, Hildur Sverrisdóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
2. sæti – Áslaug María Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon
2.-3.sæti – Björn Jón Bragason
3. sæti – Börkur Gunnarsson og Marta Guðjónsdóttir
4. sæti – Lára Óskarsdóttir, Björn Gíslason og Ólafur Kristinn Guðmundsson
4.-5.sæti Aron Ólafsson og Rafn Steingrímsson
4.-6.sæti – Sigurjón Arnórsson og Viðar Gudjohnsen
5.sæti – Herdís Anna Þorvaldsdóttir
5.-6.sæti – Kristinn Karl Brynjarsson
5.-7.sæti – Örn Þórðarson
? sæti  –  Margrét Friðriksdóttir.

Framboðsfrestur rann út kl.16 í dag.

Færðu inn athugasemd

Ólafur Kristinn og Örn Þórðarson í framboð

Ólafur Kristinn Guðmundsson varaformaður FÍB sækist eftir fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þá gefur Örn Þórðarson fv. sveitarstjóri kost á sér í 5.-7. sæti.

Færðu inn athugasemd

Börkur Gunnarsson fer í prófkjör

Börkur Gunnarsson, blaðamaður, rithöfundur og leikstjóri, býður sig fram í 3. sætið í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík þann 16. nóvember næstkomandi.

Færðu inn athugasemd

Hildur Sverrisdóttir vill 1.sæti hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík

Hildur Sverrisdóttir sem varð borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk í Reykjavík þegar að Gísli Marteinn Baldursson lét af störfum, sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum.  Þá gefur Aron Ólafsson háskólanemi kost á sér í 4.-5.sæti.

Færðu inn athugasemd