Sarpur fyrir september, 2013

Gísli Marteinn hættir

Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi er hættur í borgarstjórn og mun ekki taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nóvember.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki í Reykjavík

Í kvöld samþykkti fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík að viðhafa skuli prófkjör fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Prófkjörið verður haldið 16. nóvember n.k. Upphaflega stóð til að greidd yrðu atkvæði um prófkjör eða svokallað leiðtogaprófkjör en tillaga um leiðtogaprófkjör var dregin til baka.

Færðu inn athugasemd

Fjarðalistinn í Fjarðarbyggð heldur áfram

Á aðalfundi Fjarðalistans, félags félagshyggjufólks í Fjarðabyggð, í júní sl. var ákveðið að bjóða fram með sama sniði og áður í sveitarstjórnarkosningunum 2014. Fjarðalistinn hefur nú 3 af 9 bæjarfulltrúum í Fjarðabyggð. Sjálfstæðisflokkur hefur 4 og Framsóknarflokkur 2.

Færðu inn athugasemd

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík ákveður framboðsaðferð

Vörður, fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, kemur saman á fimmtudagskvöldið 19. september n.k. til að taka ákvörðun um með hvaða hætti stillt verður upp á lista flokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ef marka má fréttir mun fundurinn snúast um hvort farið verði í einhvers konar leiðtogaprófkjör eða hefðbundið prófkjör. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut fimm borgarfulltrúa í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Færðu inn athugasemd

Bæjarfulltrúum í Garðabæ fjölgað úr 7 í 11

Bæjarfulltrúum í Garðabæ verður fjölgað úr 7 í 11 við bæjarstjórnarkosningarnar í maí 2014. Íbúar voru 13.872 þann 1. janúar síðastliðinn en þann sama dag sameinaðist Sveitarfélagið Álftanes Garðabæ. Ef bæjarfulltrúar hefðu verið ellefu í kosningunum 2010 hefði Sjálfstæðisflokkur hlotið 8 bæjarfulltrúa, M-listi Fólksins í bænum 2 og Samfylkingin 1.  Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft hreinan meirihluta í Garðabæ frá 1966.

Færðu inn athugasemd

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokki á Seltjarnarnesi

Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi samþykktu í júní sl. að halda prófkjör laugardaginn 9. nóvember 2013. Þetta er fyrsta prófkjörið sem vitað er að hafi þegar verið ákveðið. Sjálfstæðisflokkur hefur haft hreinan meirihluta á Seltjarnarnesi frá 1962 eða í rúm fimmtíu ár.

Færðu inn athugasemd