Sarpur fyrir júní, 2013

Fjöldi sveitarstjórnarmanna

Eins og farið var yfir í síðasta pistli tóku ný sveitarstjórnarlög sem m.a. taka á fjölda sveitarstjórnarmanna gildi þann 1.janúar 2012. Reykjavík sem er lendir í efsta flokki er með 15 borgarfulltrúa og mun að líkindum ekki breyta því. Kópavogur, Hafnarfjörður, Akureyri og Reykjanesbær eru öll með 11 bæjarfulltrúa en mega vera með allt að 15 bæjarfulltrúum. Garðabær er með 7 og mun að líkindum fjölga þeim í 11 á næstu vikum.

Fimmtán sveitarfélög eru í næsta flokki fyrir neðan sem hafa 2000-9999 íbúa og eiga vera með 7-11 sveitarstjórnarmenn. Ekkert af þeim sveitarfélögum nýtir sér hámarkið en níu hafa 9 sveitarstjórnarmenn en sex þeirra hafa sjö sveitarstjórnarmenn. Þar af eru m.a. Mosfellsbær sem er stærsta sveitarfélagið í þessum flokki með tæplega 9.000 íbúa, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjar sem eru með ríflega 4.000 íbúa. Á hinn bóginn er Fjallabyggð sem er fámennasta sveitarfélagið í þessum flokki með 9 bæjarfulltrúa en ekki er ólíklegt að ein ástæða þess sé sameining Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í sveitarfélagið Fjallabyggð fyrir nokkrum árum.

Öll sveitarfélög sem hafa færri en 2.000 íbúa eiga að hafa 5-7 sveitarstjórnarfulltrúa. Átján sveitarfélög eru með 750-1.999 íbúa.  Öll þeirra hafa 7 sveitarstjórnarmenn nema Hrunamannahreppur en þar eru íbúar fæstir eða tæplega 800.

Sextán sveitarfélög eru með 400 – 750 íbúa. Sjö sveitarfélög eru með 7 sveitarstjórnarmenn og níu sveitarfélög eru með 5 sveitarstjórnarmenn. Fjöldi sveitarstjórnarmanna er nokkurn veginn í réttu falli við íbúafjölda nema að í Húnavatnshreppi sem fámennasta sveitarfélagið í þessum flokki er með 7 sveitarstjórnarmenn sem skýrist af sameiningu fimm hreppa sem höfðu fimm hreppsnefndarmenn hver. Öll sveitarfélög með færri en 400 íbúa eru með fimm sveitarstjórnarmenn í hreppsnefndum sínum.minni medal stor

 

 

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Fjöldi sveitarstjórnarmanna

Ný sveitarstjórnarlög tóku gildi 1. janúar 2012. M.a. tóku lögin á fjölda sveitarstjórnarfulltrúa. Tvö sveitarfélög, Garðabær og Reykjavík þurfa samkvæmt núverandi íbúatölu að fjölga í sveitarstjórnum sínum en hafa þó til þess umþóttunartíma fram að kosningunum 2018. Tillaga hefur verið lögð fram í bæjarstjórn Garðabæjar um að fjölga fulltrúum í 11 og verður hún væntanlega afgreidd fyrir sumarleyfi bæjarstjórnar. Er það m.a. gert vegna sameiningar Sveitarfélagsins Álftaness og Garðarbæjar. Í Reykjavík hefur hins vegar formaður borgarráðs látið hafa eftir sér að hann telji ekki tilefni til að fjölga borgarfulltrúum í Reykjavík.

Reglur um fjölda sveitarstjórnarmanna eru sem hér segir:
100.000 eða fleiri íbúar 23-31 sveitarstjórnarfulltrúi
50.000-99.999 íbúar      15-23 sveitarstjórnarfulltrúar
10.000-49.999 íbúar      11-15 sveitarstjórnarfulltrúar
2.000-9.999 íbúar        7-11 sveitarstjórnarfulltrúar
færri en 2.000 íbúar     5-7 sveitarstjórnarfulltrúar

Færðu inn athugasemd