Sarpur fyrir maí, 2013

Flokkabreytingar – alþingiskosningarnar 2013

Hér verður stuttlega sagt frá helstu hreyfingum á frambjóðendum í alþingiskosningunum 2013. Þ.e. að um er að ræða þá einstaklinga sem ljóst þykir að hafi verið í framboði fyrir önnur stjórnmálasamtök eða stjórnmálaflokka. Leiki vafi á því að um sama einstakling sé að ræða er hann ekki talinn með. Um vantalningu getur því verið að ræða. Alltaf er miðað við hvar einstaklingur bauð sig síðast fram. Í langflestum tilfellum hafa frambjóðendur ekki verið í framboði fyrir annan flokk eða alltaf fyrir sama flokkinn. Þrátt fyrir það fundust 233 tilvik. Flestir einstaklingar fundust hjá Dögun 43,  næst þeim kom Regnboginn með 33 einstaklinga og Lýðræðisvaktin með 31. Enginn fannst hins vegar hjá Landsbyggðarflokknum og aðeins 1 einstaklingur hjá Sjálfstæðisflokki og Sturlu Jónssyni K-lista.
Dögun – 43 tilvik. Framboðið var m.a. stofnað af Frjálslynda flokknum, Hreyfingunni og Borgaraflokknum og því kannski eðlilegt að margir þeir einstaklingar sem væru þar í framboði hefðu fortíð í framboðsmálum. Af þessum 43 voru 23 sem höfðu verið í framboði fyrir Frjálslynda flokkinn en hins vegar aðeins 10 sem höfðu verið í framboði fyrir Borgarahreyfinguna. 4 tilvik fundust þar sem einstaklingar höfðu verið í Framsóknarflokknum og 2 tilvik í Samfylkingu og Vinstri grænum hvorum fyrir sig.
Regnboginn – 33 tilvik. Þar af 25 sem höfðu verið á lista hjá Vinstrihreyfingunni grænu framboði og verður því Regnboginn að teljast klofningsframboð úr VG. Meðal annarra voru 3 sem höfðu verið í Kvennalistanum og 2 sem voru hjá Frjálslynda flokknum.
Lýðræðisvaktin – 31 tilvik. Mikil dreifing á frambjóðendum. Flestir komu úr Vinstri grænum eða 5, Borgarahreyfingin og Alþýðuflokkur voru með 4 hvor, Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur með 3 hver flokkur. Frambjóðendur sem höfðu verið hjá Nýju afli og Íslandshreyfingunni komu 2 fyrir.
Björt framtíð – 25 tilvik. Flestir komu úr Framsóknarflokki og Besta flokki eða 9 úr hvorum flokki og 5 úr Samfylkingunni.
Samfylkingin – 24 tilvik. Ekki óeðlilegt að nokkur tilvik komi upp þar sem flokkurinn er stofnaður af fólki úr eldri vinstri flokkum. Flest komu úr Alþýðubandalagi – 10, Alþýðuflokkur og Þjóðvaki 4 hvor og Kvennalisti 3.
Vinstri grænir – 24 tilvik. Flokkurinn var stofnaður sem vinstra mótvægi við Samfylkingu og því eðlilegt að nokkur tilvik finnist á listum hans. Flest voru þau úr Alþýðubandalagi eða 14, úr Samfylkingu 5 og úr Kvennalistanum 4.
Húmanistaflokkur – 22 tilvik. Ekki alveg marktækt þar sem að 14 tilvik voru úr Flokki mannsins eða Þjóðarflokki – Flokki mannsins sem voru forverar Húmanistaflokksins. Að auki voru 5 tilvik þar sem einstaklingar voru í framboði fyrir Grænt framboð.
Flokkur heimilanna – 8 tilvik. Þar af voru 2 tilvik úr Framsóknarflokki og Frjálslynda flokki hvorum fyrir sig.
Alþýðufylkingin – 7 tilvik. Þar af voru 3 úr Vinstri grænum.
Píratar – 7 tilvik. þar af voru 2 úr Borgarahreyfingu og Framsóknarflokki.
Framsóknarflokkur – 4 tilvik þar af 2 einstaklingar sem voru í Frjálslynda flokknum.
Hægri grænir – 3 tilvik þar af 2 einstaklingar sem voru í Frjálslynda flokknum.
Sjálfstæðisflokkur – 1 tilvik en viðkomandi var í Bandalagi Jafnaðarmanna.
Sturla Jónsson K-listi – 1 tilvik en það var Sturla Jónsson sjálfur sem leiddi lista Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður 2009.
Landsbyggðarflokkurinn – engin tilvik.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Eyjamenn sögðu nei í íbúakosningu

Í íbúakosningu um hvort byggja leyfa skyldi byggingu hótels við Hástein í Vestmannaeyjum greiddu 1041 atkvæði eða 33%. Já sögðu 44% en nei 56%. Íbúakönnunin er ráðgefandi fyrir bæjarstjórn.

Færðu inn athugasemd

Íbúakosning í Vestmannaeyjum

Íbúakosning verður haldin í Vestmannaeyjum 21.-22. maí um hvort heimila skuli byggingu hótels við Hástein. Sjá og sjá.

Færðu inn athugasemd

Endanleg úrslit í kjördæmum

Landskjörstjórn úrskurðaði í gær um úrslit alþingiskosninganna sem fram fóru 27. apríl síðastliðinn. Nær engar breytingar urðu á atkvæðum og engar breytingar á kjörnum fulltrúum. Úrslitin má sjá uppfærð eftir kjördæmum- Landið allt  – NorðvesturkjördæmiNorðausturkjördæmiSuðurkjördæmiSuðvesturkjördæmiReykjavíkurkjördæmi norðurReykjavíkurkjördæmi suður – Uppbótarþingsæti.

Færðu inn athugasemd

Útstrikanir í kosningunum

Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokki, Álfheiður Ingadóttir Vinstri grænum og Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokki hlutu flestar útstrikanir sem hlutfall af atkvæðum flokks eða rúmlega 5% hver. Næst þeim komu Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Þór Ólafsson Pírötum. Hlutfallslega flestar útstrikanir hjá Framsóknarflokki hlaut Vigdís Hauksdóttir, Björgvin G. Sigurðsson hjá Samfylkingu og þær Björt Ólafsdóttir og Freyja Haraldsdóttir hjá Bjartri framtíð.

Nr. Nafn Flokkur Kjördæmi
1. Guðlaugur Þór Þórðarson Sjálfstæðisflokkur 5,96% Reykjavíkurkjördæmi suður
2. Álfheiður Ingadóttir Vinstri grænir 5,66% Reykjavíkurkjördæmi suður
3. Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokkur 5,03% Suðurkjördæmi
4. Bjarni Benediktsson Sjálfstæðisflokkur 4,73% Suðvesturkjördæmi
5. Jón Þór Ólafsson Píratar 3,90% Reykjavíkurkjördæmi suður
6. Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokkur 3,86% Reykjavíkurkjördæmi suður
7. Elín Hirst Sjálfstæðisflokkur 3,53% Suðvesturkjördæmi
8. Björt Ólafsdóttir Björt framtíð 3,33% Reykjavíkurkjördæmi norður
9. Freyja Haraldsdóttir Björt framtíð 3,24% Suðvesturkjördæmi
10. Illugi Gunnarsson Sjálfstæðisflokkur 2,97% Reykjavíkurkjördæmi norður
11. Björgvin G. Sigurðsson Samfylking 2,85% Suðurkjördæmi
12. Vilhjálmur Bjarnason Sjálfstæðisflokkur 2,39% Suðvesturkjördæmi
13. Róbert Marshall Björt framtíð 2,35% Reykjavíkurkjördæmi suður
14. Ögmundur Jónasson Vinstri grænir 2,33% Suðvesturkjördæmi
15. Össur Skarphéðinsson Sjálfstæðisflokkur 2,16% Reykjavíkurkjördæmi norður

Færðu inn athugasemd

Landskjörstjórn kemur saman á mánudaginn

Landskjörstjórn kemur saman á mánudaginn og úrskurðar þá endanlega um úrslit alþingiskosninganna sem haldnar voru sl.laugardag.

Færðu inn athugasemd