Sarpur fyrir apríl, 2013

Fylgi flokkanna – eftir kjördæmum – myndir

Sjálfstæðisflokkurframsokn

SamfylkingVG

Björt framtíðPíratarDögunFlokkurheimilanna

LýðræðisvaktinHægrigrænir

RegnboginnAðrir

Auglýsingar

, , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Uppbótarsætin – útskýring á úthlutun

Eins og áður hefur verið greint frá voru uppbótarþingmennirnir eins og segir í töflunni hér að neðan. Þar kemur m.a. fram röðun uppbótarsætanna eftir stjórnmálasamtökum.

1. Helgi Hrafn Gunnarsson Þ-listi R-N
2. Jón Þór Ólafsson Þ-listi R-S
3. Brynhildur Pétursdóttir A-listi NA
4. Birgitta Jónsdóttir Þ-listi SV
5. Óttar Proppé A-listi R-S
6. Lilja Rafney Magnúsdóttir V-listi NV
7. Valgerður Bjarnadóttir S-listi R-N
8. Elín Hirst D-listi SV
9. Páll Valur Björnsson A-listi SU

Landsbyggðarkjördæmi þrjú hafa eitt uppbótarþingsæti hvert en kjördæmin þrjú á höfuðborgarsvæðinu hafa tvö hvert.

1. sæti hlutu Píratar og Helgi Hrafn Gunnarsson í Reykjavík norður þar sem hann hafði hæst hlutfall á bak við sig hjá Pírötum.

2. sæti hlutu Píratar og Jón Þór Ólafsson í Reykjavík suður en hann var með næsthæst hlutfall á bak við sig hjá Pírötum.

3. sæti hlaut Björt framtíð og Brynhildur Pétursdóttir í Norðausturkjördæmi en hún var með hæst hlutfall á bak við sig hjá Bjartri framtíð. Þetta þýðir að sæti Norðausturkjördæmis hefur hlotið fulla tölu þingmanna og aðrir frambjóðendur í því kjördæmi hafa ekki lengur möguleika á kjöri.

4.sæti hlutu Píratar og Birgitta Jónsdóttir í Suðvesturkjördæmi sem hafði þriðja hæsta hlutfall Pírata á bak við sig.

5. sæti hlaut Björt framtíð og Óttar Proppé í Reykjavíkurkjördæmi suður sem hafði annað hæsta hlutfall Bjartrar framtíðar á bak við sig. Reykjavíkurkjördæmi norður hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

6. sæti hlaut Vinstrihreyfingin grænt framboð og Lilja Rafney Magnúsdóttir í Norðvesturkjördæmi sem var með hæsta hlutfall Vinstri grænna á bak við sig. Norðvesturkjördæmi hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

7. sæti hlaut Samfylkingin og Valgerður Bjarnadóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður en hún var með hæsta hlutfall Samfylkingar á bak við sig. Reykjavíkurkjördæmi norður hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

8.sæti hlaut Sjálfstæðisflokkurinn og Elín Hirst í Suðvesturkjördæmi. Hún var með fjórða hæsta hlutfall Sjálfstæðisflokksins en þar sem að búið var að úthluta öllum sætum í Norðvesturkjördæmi, Norðausturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmi suður var hún næst inn. Suðvesturkjördæmi hafði þar með hlotið fulla tölu þingmanna.

9.sæti hlaut Björt framtíð og Páll Valur Björnsson í Suðurkjördæmi þar sem uppbótarsæti Suðurkjördæmis var eina sætið sem eftir var og það þrátt fyrir að hann hafi verið sá sjötti í röðinni hjá Bjarti framtíð. En það gerist vegna þess að uppbótarsætin í hinum kjördæmunum fimm hefur öllum þegar verið úthlutað.

, , , , , , , , , , , , , , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Þetta vantaði upp á

Landið í heild. Síðastur inn eða 63.þingmaðurinn var Páll Valur Björnsson af lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi. Vinstrihreyfinguna grænt framboð vantaði aðeins 231 atkvæði eða 0.12% til að koma að sínum 8. manni að sem hefði þá verið Arndís Soffía Sigurðardóttir. Pírata vantaði 742 atkvæði eða 0,39% til að koma sínum 4.manni að sem hefði verið Smári McCarthy.

Norðvesturkjördæmi. Þar var Jóhanna M. Sigmundsdóttir Framsóknarflokki síðust inn. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur Vinstrihreyfingunni grænu framboði vantaði 57 atkvæði til að fella hana eða 0,33%. Eydísi Ingibjörgu Sigþórsdóttur Sjálfstæðisflokki vantaði aðeins 297 atkvæði eða 1,17% til þess sama.

Norðausturkjördæmi. Þar var síðust inn Bjarkey Gunnarsdóttir úr Vinstrihreyfingunni grænu framboði. Ástu Kristínu Sigurjónsdóttur Sjálfstæðisflokki vantaði 273 atkvæði eða 1,16% til að ná sætinu af henni. Brynhildi Pétursdóttur Bjartri framtíð vantaði hins vegar 330 atkvæði eða 1,40% til þess.

Suðurkjördæmi. Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðismaður var síðastur inn í Suðurkjördæmi. Fjólu Hrund Björnsdóttur Framsóknarkonu vantaði 231 atkvæði eða 0.86% til að ná af honum sætinu og Arndísi Soffíu Sigurðardóttur vantaði 318 atkvæði eða 1,18%.

Reykjavík norður. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var Birgir Ármannsson Sjálfstæðisflokki í síðasta sætinu. Þau sem voru næst því að fella hann voru þau Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum sem vantaði 321 atkvæði eða 0.92% og Valgerður Bjarnadóttir Samfylkingu sem vantaði 460 atkvæði eða 1,31%.

Reykjavík suður. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var Helgi Hjörvar Samfylkingu síðastu inn. Næst honum komu þau Jón Þór Ólafsson Pírötum sem vantaði 325 atkvæði eða 0.92% og Sigríður Á. Andersen sem vantaði 552 atkvæði eða 1,52%.

Suðvestur. Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu var síðust inn en samt nokkuð örugglega þar sem að Birgittu Jónsdóttur Pírötum vantaði 926 atkvæði eða 1.82% og Margrét Tryggvadóttur Dögun vantaði 1.540 atkvæði eða 3,03% til að ná af henni sætinu.

, , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , , ,

Færðu inn athugasemd

Talningasvæði

Eftir langa kosninganótt sem lauk ekki fyrr en undir klukkan níu á sunnudagsmorgun er eðlilegt að velta fyrir sér hvort ekki sé hægt að gera þetta á einhvern þann hátt að þetta gangi hraðar fyrir sig.  Ein hugmynd er að búa til sérstök talningasvæði (kjörsvæði). Þau gætu afmarkast af mörkum sveitarfélaga eins og í Noregi eða afmarkast af sveitarfélagamörkum en þó með að lágmarki 500 manns á kjörskrá þ.e. að minni sveitarfélögum yrði steypt saman við stærri nágrannasveitarfélög, þó þannig að um landfræðilegar heildir yrði að ræða.

Kjörstjórnarmenn í sveitarfélögunum hafa reynslu af talningu enda sjá þeir um framkvæmd sveitarstjórnarkosninga hver á sínum stað. Með þessu móti myndi það vinnast að ekki þyrfti að æða með atkvæði mörg hundruð kílómetraleið við óvissar veðuraðstæður til talningar og úrslit yrðu ljós miklu fyrr en nú er. Kjörstjórnir á hverju talningasvæði myndu síðan ganga frá atkvæðunum til yfirkjörstjórnar svæðisins sem myndi fara yfir vafaatkvæði, yfirfara talningu o.þ.h. Aukabónus við þetta kerfi yrði að hvert og eitt svæði hefði sterkari rödd, sérstaklega þau minni á landsbyggðinni. Annar aukabónus væri auðvitað að áhugamenn um stjórnmál fengju stærra gagnasafn til að vinna með.

Þetta gæti litið svona út:

Norðvesturkjördæmi Suðurkjördæmi
Akranes og Hvalfjarðarsveit Sveitarfélagið Hornafjörður
Borgarbyggð og Skorradalshreppur Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur
Snæfellsbær Vestmannaeyjar
Grundarfjarðarbær Rangárþing eystra
Stykkishólmur,Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppur Rangárþing ytra og Ásahreppur
Dalabyggð og Reykhólahreppur Skeiða- og Gnúpverjahreppur og Hrunamannahreppur
Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshreppur
Bolungarvík Sveitarfélagið Árborg og Flóahreppur
Ísafjarðarbær og Súðavíkurhreppur Hveragerði
Strandabyggð, Kaldrananeshreppur og Árneshreppur Sveitarfélagið Ölfus
Húnaþing vestra Grindavík
Blönduósbær og Húnavatnshreppur Sveitarfélagið Vogar
Skagaströnd og Skagabyggð Reykjanesbær
Svf.Skagafjörður og Akrahreppur Sandgerði
Sveitarfélagið Garður
Norðausturkjördæmi
Fjallabyggð Suðvesturkjördæmi
Dalvíkurbyggð og Hörgársveit Seltjarnarnes
Akureyri Kópavogur
Eyjafjarðarsveit Garðabær
Svalbarðshreppur og Grýtubakkahreppur Hafnarfjörður
Þingeyjarsveit og Skútustaðahreppur Mosfellsbær og Kjósarhreppur
Norðurþing, Tjörneshreppur, Langanesbyggð og Svalbarðshr.
Vopnafjarðarhreppur Reykjavík suður 
Fljótsdalshérað, Borgarfjarðarhreppur og Fljótsdalshreppur eitt talningasvæði
Seyðisfjörður
Fjarðabyggð, Breiðdalshreppur og Djúpavogshreppur Reykjavík norður
eitt talningasvæði

, , , , ,

Ein athugasemd

Aldursdreifing nýja þingins

aldursdreifing10aldursdreifing5

,

Færðu inn athugasemd

Meðalaldur nýja þingsins

aldur-flokkaraldur-kjord

,

Færðu inn athugasemd

Kynjaskipting nýja þingsins

kyn-flokkarkyn-kjord

,

Færðu inn athugasemd