Sarpur fyrir febrúar, 2013

Listar VG í Reykjavíkurkjördæmunum

Vinstrihreyfingin grænt framboð gekk endanlega frá framboðslistum sínum í Reykjavíkurkjördæmunum í kvöld. Þeir eru sem hér segir:

Reykjavíkurkjördæmi norður
1. Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra
2. Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður
3. Steinunn Þóra Árnadóttir, öryrki
4. Björn Valur Gíslason, alþingismaður
5. Eyrún Eyþórsdóttir,
6. Andrés Ingi Jónsson
7. Drífa Baldursdóttir
8. Kristján Ketill Stefánsson
9. Yousef Tamimi
10.Ásgrímur Angantýsson
11.Ásdís Thoroddsen
12.Friðrik Dagur Arnarson
13.Benóný Harðarson
14.Birna Magnúsdóttir
15.Hermann Valsson
16.Davíð Stefánsson
17.Sjöfn Ingólfsdóttir
18.Sigríður Kristinsdóttir
19.Ragnar Arnalds
20.Birna Þórðardóttir
21.Gunnsteinn Gunnarsson
22.Margrét Guðnadóttir
Reykjavíkurkjördæmi suður
1. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra
2. Álfheiður Ingadóttir, alþingismaður
3. Ingimar Karl Helgason, blaðamaður
4. Kristinn Schram, þjóðfræðingur
5. Grímur Atlason,
6. Rene Biasone
7. Auður Alfífa Ketilsdóttir
8. Þorgerður Agla Magnúsdóttir
9. Gísli Garðarsson
10.Steinunn Rögnvalsdóttir
11.Níels Alvin Níelsson
12.Héðinn Björnsson
13.Auður Lilja Erlingsdóttir
14.Friðrik Atlason
15.Guðlaug Teitsdóttir
16.Sesselja Traustadóttir
17.Sigursveinn Magnússon
18.Sigríður Stefánsdóttir
19.Guðrún Hallgrímsdóttir
20.Ármann Jakobsson
21.Ólöf Ríkharðsdóttir
22.Úlfar Þormóðsson
Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

28. febrúar 2013 – framboðsfréttir dagsins

Á framkvæmdaráðsfundi Dögunar á mánudag var rætt um kosningabandalag með Lýðræðisvaktinni og Pírötum án þess að afstaða væri tekin til hugmyndarinnar.

Þröstur Johnsen hótelstjóri í Vestmannaeyjum, yngri bróðir Árna Johnsen, mun leiða lista Hægri grænna í Suðurkjördæmi í væntanlegum Alþingiskosningum.

Færðu inn athugasemd

Staða framboðsmála flokkanna

flokkarÍ dag eru tveir mánuðir í kosningar. Hér að neðan er stutt yfirlit yfir framboðsmál þeirra 16  flokka og framboða hugsanlega munu bjóða fram í vor. Fram að þessu hafa framboð frá lýðveldisstofnun flest verið 11 þannig að ekki er ólíklegt nýtt met verði slegið í vor.

Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa fullmannað lista sína í öllum kjördæmum.

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur mannað lista í öllum kjördæmum nema Reykjavíkurkjördæmunum. Þar hefur fundum um framboðslista verið frestað í tvígang en gert er ráð fyrir að afgreiða listann annað kvöld.

Björt framtíð hefur birt efstu 4-5 nöfn á framboðslistum sínum í öllum kjördæmum. Björt framtíð hefur listabókstafinn A.

Dögun hefur birt 3 efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum, Suðvesturkjördæmi og Norðausturkjördæmi. Eftir er því að birta efstu nöfnin í Norðvestur- og Suðurkjördæmi. Kjördæmisráð í hverju kjördæmi munu síðan gagna frá fullskipun listanna.  Dögun hefur listabókstafinn T.

Hægri grænir boða að þeir birti lista í öllum kjördæmum á landsfundi flokksins þann 9. mars n.k. Hægri grænir hafa listabókstafinn G.

Píratar munu viðhafa einhvers konar prófkjör með svipuðum hætti og kosið var á stjórnlagaþing. Framboðsfrestur rennur út annað kvöld en prófkjörinu lýkur 5. mars. Píratar hafa listabókstafinn Þ.

Húmanistaflokkurinn stefnir að framboðum í öllum kjördæmum og hefur listabókstafinn H.

Alþýðufylkingin stefnir að framboðum í öllum kjördæmum og hefur sótt um listabókstafinn R.

Lýðræðisvaktin stefnir að framboði í öllum kjördæmum og hefur sótt um listabókstafinn L.

Lýðveldisflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn I.

Framfaraflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn K.

Jón Bjarnason alþingismaður VG og fv.ráðherra hefur gefið út að sé að skoða sérframboð.

Kristin stjórnmálasamtök segjast munu sækja um listabókstaf og bjóða fram.

Landsbyggðarflokkurinn var stofnaður um helgina og heldur framhaldsstofnfund á næstu tveimur vikum. Flokkurinn stefnir á framboð í landsbyggðarkjördæmunum þremur.

Færðu inn athugasemd

26. febrúar 2013 – framboðsfréttir

Ákveðið hefur verið formlega af innanríkisráðuneytinu að kjördagur alþingiskosninga verði 27. apríl n.k.

Vinstrihreyfingin grænt framboð í Reykjavík hefur boðað til fundar n.k. fimmtudagskvöld þar sem leggja á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum fram til samþykktar. Er þetta þriðja sinn sem Reykjavíkurfélag VG boðar til félagsfundar af þessu tilefni.

Færðu inn athugasemd

23.febrúar 2013 – framboðsfréttir dagsins

Landsbyggðarflokkurinn verður stofnaður síðdegis í dag á netinu. Hann stefnir að því að bjóða fram í landsbyggðarkjördæmunum þremur.

Lýðræðisvaktin hefur sótt um listabókstafinn L.

Lýðveldisflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn I.

Framfaraflokkurinn hefur sótt um listabókstafinn K.

Færðu inn athugasemd

Listi Dögunar í Norðausturkjördæmi

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda í Kópavogi skipar 1.sætið á lista Dögunar í Norðausturkjördæmi, Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir bóndi og háskólanemi á Fljótsdalshéraði skipar það annað og Erling Ingvason tannlæknir á Akureyri í því þriðja. Þetta kemur fram í Akureyri Vikublaði.

Færðu inn athugasemd

Framboðslistar Dögunar í Reykjavík og Kraganum

Dögun hefur birt tillögu um fimm efstu sætin í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvesturkjördæmi. Þau eru sem hér segir:

Suðvesturkjördæmi
1. Margrét Tryggvadóttir, alþingismaður
2. Álfheiður Eymarsdóttir, stjórnmálafræðingur
3. Jón Jósef Bjarnason, ráðgjafi og bæjarfulltrúi
4. Baldvin Björgvinsson, raffræðingur og kennari
5. Guðrún Lilja Guðmundsdóttir, viðskiptafræðingur
Reykjavíkurkjördæmi norður
1. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt
2. Jóhannes Björn Lúðvíksson, sjálfstætt starfandi
3. Ása Lind Finnbogadóttir, framhaldsskólakennari
4. Friðrik Þór Guðmundsson, kennari og blaðamaður
5. Hólmfríður Berentsdóttir, hjúkrunarfræðingur
Reykjavíkurkjördæmi suður
1. Þórður Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri
2. Ragnar Þór Ingólfsson, sölustjóri
3. Helga Þórðardóttir, kennari
4. Rannveig Óskarsdóttir, meistaranemi í trúarbragðarfræðum
5. Hólmsteinn Brekkan, réttarráðgjafi

Færðu inn athugasemd