Sarpur fyrir janúar, 2013

30. janúar 2013 – framboðsfréttir dagsins

Alþýðufylkingin sótti um listabókstafinn R til innanríkisráðuneytisins í gær.

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

29.janúar 2013 – framboðsfréttir dagsins

Jón Jósef Bjarnason bæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar í Mosfellsbæ og Jóhannes Björn sem m.a. heldur úti vefsíðunni vald.org gefa kost á sér fyrir stjórnmálaaflið Dögun.

Alþýðufylkingin mun í dag leggja inn umsókn um listabókstaf vegna framboðs samtakanna í komandi alþingiskosningum en fyrirhugað er að bjóða fram í öllum kjördæmum.

Færðu inn athugasemd

28. janúar 2013 – framboðsfréttir dagsins

Í dag átti póstkosningu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi að ljúka en gefur hefur verið frestur til morguns að póstleggja atkvæðaseðla. Lilja Rafney Magnúsdóttir sækist ein eftir fyrsta sætinu og Lárus Á. Hannesson sækist einn eftir öðru sæti. Talið verður n.k. laugardag.

Færðu inn athugasemd

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NA

Úrslit liggja fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Í fyrsta sæti var Kristján Þór Júlíusson með yfirburða kosningu. Valgerður Gunnarsdóttir varð í 2. sæti og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir í 3.sæti. Tryggvi Þór Herbertsson náði hins vegar ekki einu af sex efstu sætunum.

Úrslit urðu sem hér segir:

Norðausturkjördæmi 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti
Kristján Þór Júlíusson 2.223 84,33% 2374 90,06% 2420 91,81% 2448 92,87% 2471 93,74% 2508 95,14%
Valgerður Gunnarsdóttir 29 1,10% 1291 48,98% 1615 61,27% 1838 69,73% 2096 79,51% 2302 87,33%
Ásta Kristín Sigurjónsdóttir 11 0,42% 247 9,37% 1158 43,93% 1604 60,85% 1911 72,50% 2215 84,03%
Jens Garðar Helgason 16 0,61% 121 4,59% 382 14,49% 1278 48,48% 1615 61,27% 1953 74,09%
Erla Sigríður Ragnarsdóttir 18 0,68% 375 14,23% 805 30,54% 1159 43,97% 1529 58,00% 1925 73,03%
Bergur Þorri Benjamínsson 8 0,30% 90 3,41% 276 10,47% 532 20,18% 1310 49,70% 1752 66,46%
Aðrir: 331 12,56% 774 29,36% 1.252 47,50% 1.685 63,92% 2.248 85,28% 3.161 119,92%

Neðar lentu: Tryggi Þór Herbertsson alþingismaður, Ísak Jóhann Ólafsson og Ingvi Rafn Ingvason.

Atkvæði greiddu 2.714. Auðir seðlar og ógildir voru 78.

Færðu inn athugasemd

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi

Ragnheiður Elín Árnadóttir sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í gær en talningu lauk í kvöld. Í öðru sæti var Unnur Brá Konráðsdóttir. Mestu tíðindin voru samt án efa að Árni Johnsen náði ekki einu af sex efstu sætunum. Í þriðja sæti var Ásmundur Friðriksson, í fjórða sæti Vilhjálmur Árnason og í fimmta sæti Geir Jón Þórisson.

Suðurkjördæmi 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti
Ragnheiður Elín Árnadóttir 2.497 64,34% 2790 71,89% 2968 76,48% 3099 79,85% 3195 82,32%
Unnur Brá Konráðsdóttir 90 2,32% 1480 38,13% 2067 53,26% 2405 61,97% 2650 68,28%
Ásmundur Friðriksson 107 2,76% 622 16,03% 1517 39,09% 1732 44,63% 1901 48,98%
Vilhjálmur Árnason 22 0,57% 105 2,71% 337 8,68% 1411 36,36% 1779 45,84%
Geir Jón Þórisson 41 1,06% 197 5,08% 416 10,72% 808 20,82% 1808 46,59%
Oddgeir Ágúst Ottesen 59 1,52% 599 15,43% 925 23,83% 1182 30,46% 1422 36,64%
Aðrir 1.065 27,44% 1.969 50,73% 3.413 87,94% 4.887 125,92% 6.650 171,35%

Alls voru greidd 3988 atkvæði í prófkjörinu. Auðir og ógildir seðlar voru 107 talsins.

Færðu inn athugasemd

27.janúar 2013 – framboðsfréttir dagsins

Talning stendur yfir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Staðan er sem hér segir: 1. Ragnheiður Elín Árnadóttir, 2. Unnur Brá Konráðsdóttir, 3. Ásmundur Friðriksson, 4. Vilhjálmur Árnason og 5. Jón Geir Þórisson. Athygli vekur að Árni Johnsen alþingismaður er ekki meðal fimm efstu.

Talning er hafin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Færðu inn athugasemd

26. janúar 2013 – framboðsfréttir dagsins

Í dag fara fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Fyrirhugað var að telja atkvæði í Suðurkjördæmi í kvöld en því hefur verið frestað til morguns þar sem að ekki er flugfært í Vestmannaeyja. Talið verður því í báðum kjördæmunum á morgun.

Færðu inn athugasemd