Sarpur fyrir desember, 2012

Guðfríður Lilja hættir á þingi í dag

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sagði af sér þingmennsku í dag. Ólafur Þór Gunnarsson varaþingmaður tekur sæti hennar.

Færðu inn athugasemd

22.desember – framboðsfréttir dagsins

Fimmtán taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þeir eru: Árni Johnsen, alþingismaður, Vestmannaeyjum, Ásmundur Friðriksson, f.v. bæjarstjóri, Garði, Friðrik Sigurbjörnsson, nemi og varabæjarfulltrúi, Hveragerði, Geir Jón Þórisson, f.v. yfirlögregluþjónn, Vestmannaeyjum, Halldór Gunnarsson, f.v. sóknarprestur, Hvolsvelli, Hulda Rós Sigurðardóttir, meistaranemi í opinberri stjórnsýslu, Höfn í Hornafirði, Kjartan Þ. Ólafsson, f.v. alþingismaður, Ölfusi, Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ, Magnús Ingberg Jónsson, atvinnurekandi, Selfossi,Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur, Hveragerði, Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ, Reynir Þorsteinsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, Garði, Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, Hvolsvelli, Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður, Grindavík og Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglumaður og sveitarstjórnarmaður, Kirkjubæjarklaustri
Lilja Mósesdóttir þingmaður Samstöðu sem kjörin var á þing í síðustu kosningum fyrir Vinstrihreyfingunar grænt framboð í Reykjavík gefur ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum.

Færðu inn athugasemd

19.desember – framboðsfréttir dagsins

Dr.Oddgeir Ágúst Ottesen hagfræðingur í Reykjavík gefur kost á sér í 2.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Björt framtíð hefur birt efstu sætin í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi eru fjögur efstu sætin sem hér segir: 1. Árni Múli Jónasson, lögfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, 2. G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri í Kópavogi, 3. Solveig Thorlacius, tilraunabóndi, Reykjavík og 4. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Hellissandi. Fjögur efstu sætin í Suðurkjördæmi skipa: 1. Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi í Grindavík (kosinn á lista Samfylkingar), 2. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir kennari, Sandgerði 3. Heimir Eyvindarson tónlistarmaður Hveragerðiog 4. Guðfinna Gunnarsdóttir kennari Selfossi.

Færðu inn athugasemd

18.desember – framboðsfréttir dagsins

Efstu sætin á lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi skipa eftirtaldir: 1.Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri, 2.Preben Jón Pétursson framkvæmdastjóri, 3.Stefán Már Guðmundsson aðstoðarskólastjóri á Reyðarfirði og 4.Hanna Sigrún Helgadóttir framhaldsskólakennari Laugum.

Færðu inn athugasemd

17.desember – framboðsfréttir dagsins

Fimm efstu sæti á lista Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður verður sem hér segir: 1. Róbert Marshall alþingismaður, 2. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi í Reykjavík, 3. Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri bókhalds- og rekstrarþjónustunnar Hagsýn, 4. Sigrún Gunnarsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ og 5. Tryggvi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg.

Færðu inn athugasemd

15.desember – framboðsfréttir dagsins

Efstu fimm sætin á lista Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður skipa: 1.Björt Ólafsdóttir formaður Geðhjálpar og ráðgjafi hjá Capacent, 2.Heiða Kristín Helgadóttir annar formanna Bjartar framtíðar, 3.Eldar Ástþórsson, 4.Friðrik Rafnsson og 5. Jón Gnarr Kristinsson borgarstjóri.

Talið var í póstkosningu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi í dag. Úrslit urðu sem hér segir:

Steingrímur J. Sigfússon 199 90,45% 1. sæti
Bjarkey Gunnarsdóttir 77 35,00% 1.-2.sæti
Edward H. Huijbens 82 37,27% 1.-3.sæti
Ingibjörg Þórðardóttir 128 58,18% 1.-4.sæti
Þorsteinn Bergsson 116 52,73% 1.-5.sæti
Sóley Björk Stefánsdóttir 142 64,55% 1.-6.sæti
Aðrir:
Björn Halldórsson
Bjarni Þóroddsson
Ásta Svavarsdóttir
Á kjörskrá voru 722
Atkvæði greiddu 261
Ógildir seðlar voru 41

Færðu inn athugasemd

14.desember – framboðsfréttir dagsins

Geir Jón Þórisson fv.yfirlögregluþjónn í Reykjavík býður sig fram í 5.-6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Færðu inn athugasemd

13.desember – framboðsfréttir dagsins

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi er runninn út. Níu gefa kost á sér. Þau eru; Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri, Reyðarfirði, Bergur Þorri Benjamínsson, viðskiptafræðingur, Akureyri, Erla S. Ragnarsdóttir, framhaldsskólakennari, Hafnarfirði, Ingvi Rafn Ingvason, tónlistarmaður, Akureyri, Ísak Jóhann Ólafsson, framkvæmdastjóri, Egilsstöðum, Jens Garðar Helgason, framkvæmdastjóri, Eskifirði, Kristján Þór Júlíusson, alþingismaður, Akureyri, Tryggvi Þór Herbertsson, alþingismaður, Reykjavík, Valgerður Gunnarsdóttir, skólameistari á Laugum, Reykjadal.

Dögun og Samstaða kynna framboðslista fljótlega á nýju ári. Píratar eru að safna undirskriftum vegna umsóknar um listabókstaf og kynna framboðslista fljótlega eftir áramót.

Af framboðsmálum Bjartrar framtíðar. Guðmundur Steingrímsson verður í fyrsta sæti í Kraganum, Freyja Haraldsdóttir í öðru sæti, Guðlaug Kristjánsdóttir formaður BHM í þriðja sæti, Erla Karlsdóttir varabæjarfulltrúi Næstbesta flokksins í Kópavogi í fjórða sæti og Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri í því fimmta. Róbert Marshall verður í fyrsta sæti í Reykjavík suður. Árni Múli Jónsson verður í fyrsta sæti listans í Norðvesturkjördæmi og Brynhildur Pétursdóttir í fyrsta sætinu í Norðausturkjördæmi. RÚV og Mbl. greinir frá.

Jón Gnarr verður í 5. sæti á lista Bjartar framtíðar í Reykjavík norður í komandi alþingiskosningum. Það er greint frá því á facebook-síðunni Dagbók borgarstjóra.

Færðu inn athugasemd

12.desember – framboðsfréttir dagsins

Andrea J. Ólafsdóttir forsetaframbjóðandi og Þórður Björn Sigurðsson varabæjarfulltrúi í Mosfellsbæ gefa kost á sér á lista Dögunar fyrir komandi alþingiskosningar.

Póstkosningu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi lauk mánudaginn 10. desember en þá var síðasti dagur til að setja atkvæði í póst. Ekki hefur verið gefið út hvernær atkvæði verða talin. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra er einn í framboði í 1.sæti en þrjár konur berjast um 2. sætið. Það eru þær Sóley Björk Stefánsdóttir fjölmiðlafræðingur á Akureyri, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir   náms-og starfsráðgjafi, bæjarfulltrúi og varaþingmaður á Ólafsfirði og Ingibjörg Þórðardóttir framhaldsskólakennari á Neskaupstað.

Færðu inn athugasemd

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi hefur verið samþykktur. Hann er sem hér segir:

1. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Reykjavík
2. Höskuldur  Þórhallsson, Akureyri
3. Líneik Anna Sævarsdóttir, Fjarðarbyggð
4. Þórunn Egilsdóttir, Vopnafjörður
5. Hjálmar Bogi Hafliðason, Norðurþingi
6. Guðmundur Gíslason, Fljótsdalshéraði
7. Katrín Freysdóttir, Fjallabyggð
8. Bjarnveig Ingvadóttir, Dalvíkurbyggð
9. Aðalsteinn Júlíusson, Norðurþingi
10.Helgi Haukur Hauksson, Fljótsdalshéraði
11.Birkir Jón Jónsson, Fjallabyggð
12.Jósef Auðunn Friðriksson, Fjarðarbyggð
13.Sigríður Bergvinsdóttir, Akureyri
14.Eydís Bára Jóhannsdóttir, Seyðisfjörður
15.Guðrún María Valgeirsdóttir, Skútustaðahreppi
16.Sveinbjörn Árni Lund, Norðurþingi
17.Sólrún Hauksdóttir, Fljótsdalshéraði
18.Vilhjálmur Jónsson, Seyðisfjörður
19.Ari Teitsson, Þingeyjarsveit
20.Valgerður Sverrisdóttir, Grýtubakkahreppi

Færðu inn athugasemd