Sarpur fyrir desember, 2012

Guðfríður Lilja hættir á þingi í dag

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs sagði af sér þingmennsku í dag. Ólafur Þór Gunnarsson varaþingmaður tekur sæti hennar.

Færðu inn athugasemd

22.desember – framboðsfréttir dagsins

Fimmtán taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þeir eru: Árni Johnsen, alþingismaður, Vestmannaeyjum, Ásmundur Friðriksson, f.v. bæjarstjóri, Garði, Friðrik Sigurbjörnsson, nemi og varabæjarfulltrúi, Hveragerði, Geir Jón Þórisson, f.v. yfirlögregluþjónn, Vestmannaeyjum, Halldór Gunnarsson, f.v. sóknarprestur, Hvolsvelli, Hulda Rós Sigurðardóttir, meistaranemi í opinberri stjórnsýslu, Höfn í Hornafirði, Kjartan Þ. Ólafsson, f.v. alþingismaður, Ölfusi, Magnús B. Jóhannesson, framkvæmdastjóri, Reykjanesbæ, Magnús Ingberg Jónsson, atvinnurekandi, Selfossi,Oddgeir Ágúst Ottesen, hagfræðingur, Hveragerði, Ragnheiður Elín Árnadóttir, alþingismaður, Reykjanesbæ, Reynir Þorsteinsson, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, Garði, Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, Hvolsvelli, Vilhjálmur Árnason, lögreglumaður, Grindavík og Þorsteinn M. Kristinsson, lögreglumaður og sveitarstjórnarmaður, Kirkjubæjarklaustri
Lilja Mósesdóttir þingmaður Samstöðu sem kjörin var á þing í síðustu kosningum fyrir Vinstrihreyfingunar grænt framboð í Reykjavík gefur ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum.

Færðu inn athugasemd

19.desember – framboðsfréttir dagsins

Dr.Oddgeir Ágúst Ottesen hagfræðingur í Reykjavík gefur kost á sér í 2.sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Björt framtíð hefur birt efstu sætin í Norðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Í Norðvesturkjördæmi eru fjögur efstu sætin sem hér segir: 1. Árni Múli Jónasson, lögfræðingur og fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi, 2. G. Valdimar Valdemarsson framkvæmdastjóri í Kópavogi, 3. Solveig Thorlacius, tilraunabóndi, Reykjavík og 4. Magnús Þór Jónsson skólastjóri Hellissandi. Fjögur efstu sætin í Suðurkjördæmi skipa: 1. Páll Valur Björnsson bæjarfulltrúi í Grindavík (kosinn á lista Samfylkingar), 2. Guðlaug Elísabet Finnsdóttir kennari, Sandgerði 3. Heimir Eyvindarson tónlistarmaður Hveragerðiog 4. Guðfinna Gunnarsdóttir kennari Selfossi.

Færðu inn athugasemd

18.desember – framboðsfréttir dagsins

Efstu sætin á lista Bjartrar framtíðar í Norðausturkjördæmi skipa eftirtaldir: 1.Brynhildur Pétursdóttir starfsmaður Neytendasamtakanna á Akureyri, 2.Preben Jón Pétursson framkvæmdastjóri, 3.Stefán Már Guðmundsson aðstoðarskólastjóri á Reyðarfirði og 4.Hanna Sigrún Helgadóttir framhaldsskólakennari Laugum.

Færðu inn athugasemd

17.desember – framboðsfréttir dagsins

Fimm efstu sæti á lista Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður verður sem hér segir: 1. Róbert Marshall alþingismaður, 2. Óttarr Proppé, borgarfulltrúi í Reykjavík, 3. Brynhildur S. Björnsdóttir framkvæmdastjóri bókhalds- og rekstrarþjónustunnar Hagsýn, 4. Sigrún Gunnarsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HÍ og 5. Tryggvi Haraldsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg.

Færðu inn athugasemd

15.desember – framboðsfréttir dagsins

Efstu fimm sætin á lista Bjartar framtíðar í Reykjavíkurkjördæmi norður skipa: 1.Björt Ólafsdóttir formaður Geðhjálpar og ráðgjafi hjá Capacent, 2.Heiða Kristín Helgadóttir annar formanna Bjartar framtíðar, 3.Eldar Ástþórsson, 4.Friðrik Rafnsson og 5. Jón Gnarr Kristinsson borgarstjóri.

Talið var í póstkosningu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi í dag. Úrslit urðu sem hér segir:

Steingrímur J. Sigfússon 199 90,45% 1. sæti
Bjarkey Gunnarsdóttir 77 35,00% 1.-2.sæti
Edward H. Huijbens 82 37,27% 1.-3.sæti
Ingibjörg Þórðardóttir 128 58,18% 1.-4.sæti
Þorsteinn Bergsson 116 52,73% 1.-5.sæti
Sóley Björk Stefánsdóttir 142 64,55% 1.-6.sæti
Aðrir:
Björn Halldórsson
Bjarni Þóroddsson
Ásta Svavarsdóttir
Á kjörskrá voru 722
Atkvæði greiddu 261
Ógildir seðlar voru 41

Færðu inn athugasemd

14.desember – framboðsfréttir dagsins

Geir Jón Þórisson fv.yfirlögregluþjónn í Reykjavík býður sig fram í 5.-6. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Færðu inn athugasemd