Sarpur fyrir nóvember, 2012

Framsókn velur á þrjá framboðslista

Á morgun velja framsóknarmenn í Reykjavík og í Norðausturkjördæmi á framboðslista í kjördæmunum þremur. Í Reykjavík verður tekin til afgreiðslu tillaga uppstillingarnefndar. Hún er sem hér segir.

Reykjavíkurkjördæmi suður: 1. Vigdís Hauksdóttir, 2. Karl Garðarsson, 3. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, 4. Jóhanna Kristín Björnsdóttir, 5. Hafsteinn Ágústsson, 6. Sunna Gunnars Marteinsdóttir og 7. Ragnar Rögnvaldsson. Reykjavíkurkjördæmi norður: 1. Frosti Sigurjónsson, 2. Sigrún Magnúsdóttir, 3. Þorsteinn Magnússon, 4. Fanný Gunnarsdóttir, 5. Snædís Karlsdóttir, 6. Einar Jónsson, 7. Snorri Þorvaldsson. Í Reykjavíkurkjördæmi suður bauð Jónína Benediktsdóttir fram í fyrsta sæti listans en hennar er ekki getið í þessum efstu sætunum. Ekki er ljóst hvort breytingartillögur muni koma fram á kjördæmisþinginu á morgun en ólíklegt verður að teljast verulegar breytingar verði gerðar.

Í Norðausturkjördæmi eigast við Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokks og Höskuldur Þórhallsson þingmaður flokksins í kjördæminu í baráttu um 1. sætið á tvöföldu kjördæmisþingi. Flestir búast við að Sigmundur vinni rimmuna og að Höskuldur fái ágætt fylgi í 2. sætið. Aðalspenningurinn er um hversu mikið fylgi Sigmundur Davíð mun hljóta í 1. sæta og hver muni skipa 3. sætið sem flokkurinn hlýtur að gera sér nokkrar vonir um að vinna næsta vor. Tvær konur hljóta að teljast líklegar. Það eru þær Huld Aðalbjarnardóttir varaþingmaður úr Norðurþingi og Líneik Anna Sævarsdóttir á Fáskrúðsfirði. Anna Kolbrún Árnadóttir á Akureyri gæti líkað komið til greina en ekki er ólíklegt að fulltrúar á kjördæmisþingi líti til þess að fá meiri dreifingu um hið víðfema Norðausturkjördæmi. Auk þeirra bjóða sig fram Sigfús Karlsson, Margrét Jónsdóttir, Kristín Thorberg, Þórunn Egilsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason og Guðmundur Gíslason.

Færðu inn athugasemd

30.nóvember – framboðsfréttir dagsins

Jón Múli Jónasson fv.bæjarstjóri á Akranesi mun leiða lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi.

Færðu inn athugasemd

Guðbjartur leiðir Samfylkingu í NV

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra leiðir lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi og Ólína Þorvarðardóttir verður í 2. sæti en úrslit póstkosningar flokksins í kjördæminu voru kynnt í kvöld. Á kjörskrá voru 1496 en atkvæði greiddu 701 eða 46,9%. Úrslit urðu þessi:

Guðbjartur Hannesson 533 76,03% 1.sæti
Ólína Þorvarðardóttir 435 62,05% 1.-2.sæti
Hlédís Sveinsdóttir 443 63,20% 1.-3.sæti
Hörður Ríkharðsson 479 68,33% 1.-4.sæti
Benedikt Bjarnason 379 54,07% 1.-4.sæti
Vegna ákvæða um fléttulista færist Hörður Ríkharðsson upp fyrir Hlédísi Sveinsdóttur á listanum. Kosning er bindandi í fjögur efstu sætin.

Færðu inn athugasemd

29.nóvember – framboðsfréttir dagsins

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda sækist eftir að leiða lista Dögunar í Norðausturkjördæmi.

Lýður Árnason læknir býður sig einnig fram fyrir Dögun en ekki kemur fram hvar.

Færðu inn athugasemd

28. nóvember – framboðsfréttir dagsins

Úrslit í póstkosningu Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem lauk föstudaginn 23. nóvember hafa enn ekki verið birt.

Ingvi Rafn Ingvason tónlistarmaður á Akureyri býður sig fram í 2.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.

Færðu inn athugasemd

Staða framboðsmála stjórnmálaflokkanna

  • Samfylkingin er lengst komin en prófkjörum er lokið hjá flokknum í öllum kjördæmum. Póstkosningu lauk sl. föstudag í Norðvesturkjördæmi en úrslit liggja ekki fyrir.
  • Sjálfstæðisflokkurinn á eftir að halda prófkjör í Norðausturkjördæmi og Suðurkjördæmi en þau fara fram síðustu helgina í janúar á næsta ári.
  • Vinstrihreyfingin grænt framboð í Norðausturkjördæmi verður með forval 10.desember n.k. og verður með póstkosningu í Norðvesturkjördæmi sem lýkur síðustu helgina í janúar.
  • Framsóknarflokkurinn ákveður framboðslista um næstu helgi í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og Norðausturkjördæmi og um þar næstu helgi í Suðvesturkjördæmi. Síðasti listi flokksins verður ákveðinn í Suðurkjördæmi þann 12. janúar.
  • Björt framtíð boðar að innan skamms verði efstu sætin í öllum kjördæmum birt.
  • Dögum hefur boðað að það verði stillt upp af miðlægri uppstillingarnefnd í öllum kjördæmum.
  • Hægri grænir segjast leggja fram alla framboðslista sína á landsfundi þann 9. mars.
  • Húmanistaflokkurinn og Samstaða boða framboð í öllum kjördæmum.
  • Hið nýstofnaðai Pírata partý boðar framboð í öllum kjördæmum.

Færðu inn athugasemd

27.nóvember 2012 – framboðsfréttir dagsins

Stjórnmálasamtökin Dögun hafa sótt um listabókstafinn T.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina, hefur tilkynnt kjörstjórn að hún óski eftir að leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi Gunnarsson mun því leiða listann í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Færðu inn athugasemd

26.nóvember – framboðsfréttir dagins

Preben Pétursson framkvæmdastjóri á Akureyri verður í framboði fyrir Bjarta Framtíð í Norðausturkjördæmi skv. vefsíðu flokksins.

Frambjóðendur í forvali Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi um sex efstu sætin verðu 10.desember. Í framboði eru: Steingrímur J. Sigfússon (1.sæti), Sóley Björk Stefánsdóttir (2.sæti), Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (2.sæti), Ingibjörg Þórðardóttir (2.sæti), Edward H. Huijbens (3.sæti), Björn Halldórsson (3.sæti), Þorsteinn Bergsson (3.sæti), Bjarni Þóroddsson (3.-6.sæti) og Ásta Svavarsdóttir (3.-4.sæti).

Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir alþingismenn Hreyfingarinnar, kjörin á þing af lista Borgarahreyfingarinnar gefa kost á sér á lista Dögun í næstu alþingiskosningum. Sama gerir Ragnar Þór Ingólfsson sölustjóri. Eins og fram hefur komið mun miðlæg uppstillingarnefnd stilla upp á framboðslista flokksins.

Um helgina var Birgitta Jónsdóttir alþingismaður Hreyfingarinnar, kjörin á þing af lista Borgarahreyfingarinnar, kjörin formaður hins nýstofnaða Pirata-flokks. Flokkurinn hyggt bjóða fram í öllum kjördæmum í komandi alþingiskosningum.

Færðu inn athugasemd

Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Síðustu tölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins breyttu engu um röðun tíu efstu. Minnsti munur á milli sæta var á milli Péturs Blöndals í þriðja sæti og Brynjars Níelssonar í 4. sæti, aðeins 55 atkvæði. Báðir munu væntanlega skipa annað sætið í sitthvoru kjördæminu. Næst minnsti munurinn var á milli Birgis Ármannssonar sem lenti í 6. sæti og Sigríðar Andersen sem lenti í 7.sæti, 115 atkvæði.

1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.-5. sæti 1.-6. sæti 1.-7. sæti 1.-8. sæti
Hanna Birna Kristjánsdóttir 5.438 74,27% 6077 83,00% 6302 86,07% 6450 88,09% 6529 89,17% 6612 90,30% 6675 91,16% 6758 92,30%
Illugi Gunnarsson 1.259 17,19% 2695 36,81% 3452 47,15% 3996 54,58% 4305 58,80% 4621 63,11% 4866 66,46% 5085 69,45%
Pétur H. Blöndal 117 1,60% 1767 24,13% 3004 41,03% 4036 55,12% 4712 64,35% 5234 71,48% 5663 77,34% 5953 81,30%
Brynjar Níelsson 188 2,57% 719 9,82% 2949 40,28% 3722 50,83% 4365 59,61% 4845 66,17% 5252 71,73% 5557 75,89%
Guðlaugur Þór Þórðarson 137 1,87% 2094 28,60% 2709 37,00% 3142 42,91% 3503 47,84% 3844 52,50% 4137 56,50% 4392 59,98%
Birgir Ármannsson 63 0,86% 572 7,81% 1061 14,49% 1747 23,86% 2423 33,09% 3196 43,65% 3813 52,08% 4291 58,60%
Sigríður Á. Andersen 16 0,22% 153 2,09% 761 10,39% 1599 21,84% 2279 31,13% 3081 42,08% 3894 53,18% 4505 61,53%
Áslaug María Friðriksdóttir 18 0,25% 161 2,20% 486 6,64% 1614 22,04% 2264 30,92% 2978 40,67% 3754 51,27% 4413 60,27%
Ingibjörg Óðinsdóttir 5 0,07% 58 0,79% 217 2,96% 819 11,19% 1307 17,85% 1783 24,35% 2337 31,92% 2950 40,29%
Elínbjörg Magnúsdóttir 7 0,10% 57 0,78% 160 2,19% 384 5,24% 1038 14,18% 1547 21,13% 2127 29,05% 2848 38,90%
Aðrir: 74 1,01% 291 3,97% 865 11,81% 1.779 24,30% 3.885 53,06% 6.191 84,55% 8.736 119,31% 11.824 161,49%
Næstir 1.-8. sæti
Teitur Björn Einarsson 2.791 38,12%
Jakob F. Ásgeirsson 2.205 30,11%
Þórhalla Arnardóttir 1.878 25,65%
Elí Úlfarsson 1.010 13,79%
Aðrir: 3.940 53,81%
Birgir Örn Steingrímsson
Guðjón Sigurbjartsson
Gunnar Kristinn Þórðarson
Hafstein Númason
Sigurður Sigurðsson
7546 greiddu atkvæði
224 auðir og ógildir

Færðu inn athugasemd

Hanna Birna og Brynjar Níelsson sigurvegarar

Þegar lunginn úr atkvæðum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins hafa verið talin er Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarfulltrúi í 1.sæti með tæp 75% í það sæti á móti 17% Illuga Gunnarssonar alþingismaður sem er í 2.sæti. Í þriðja sæti er Pétur Blöndal sjónarmun á undan Brynjari Níelssyni hæstaréttarlögmanni sem er í fjórða sæti. Þá koma þingmennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson í 5. og 6. sæti.  Í næstu sætum koma síðan í þessari röð: Sigríður Á. Andersen, Áslaug María Friðriksdóttir, Ingibjörg Óðinsdóttir og Elínbjörg Magnúsdóttir í sætum 7.-10.

Færðu inn athugasemd