Sarpur fyrir október, 2012

31.október – framboðsfréttir dagsins

Willum Þór Þórsson framhalds- og háskólakennari gefur kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Eygló Harðardóttir hafði áður gefið kost á sér í 1.sætið.

Færðu inn athugasemd

30. október – framboðsfréttir dagsins

Líneik Anna Sævarsdóttir líffræðingur á Fáskrúðsfirði hefur tilkynnt á facebook-síðu sinni að hún sækist eftir 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Garðar H. Guðjónsson blaðamaður og ráðgafi býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs gefur kost á sér í 1. sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Jónína Benediktsdóttir sækist eftir 1. sætinu í Reykjavíkurkjördæmi suður á lista Framsóknarflokksins.

Færðu inn athugasemd

29. október – framboðsfréttir dagsins

Daníel Haukur Arnarson háskólanemi gefur kost á sér í 3.-5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík sækist eftir að leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Færðu inn athugasemd

28. október 2012 – framboðsfréttir dagsins

Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að raða á listann með póstkosningu sem ljúka á 27. janúar.

Framboðsfrestur rann út í gær hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Í framboði eru: Össur Skarphéðinsson (1.sæti), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir(1.-2.sæti),  Valgerður Bjarnadóttir (1.-2.sæti), Helgi Hjörvar(2.sæti),Skúli Helgason (2.-3.sæti), Mörður Árnason(3.sæti), Björk Vilhelmsdóttir (3.-4.sæti),  Anna Margrét Guðjónsdóttir (3.-4.sæti), Arnar Guðmundsson (4.-5. sæti), Teitur Atlason(4.-5.sæti), Hrafnhildur Ragnarsdóttir (5.sæti), Freyja Steingrímsdóttir (7.-8. sæti) og  Ósk Vilhjámsdóttir (7.-8.sæti).

Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík sækist eftir 2. sæti í forvali flokksins.

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ákvað í dag að viðhafa tvöfalt kjördæmisþing við uppstillingu á lista flokksins.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Forseti Alþingis skilaði ekki inn framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Færðu inn athugasemd

27. október – framboðsfréttir dagsins

Framboðsfrestur hjá Samfylkingunni í Reykjavík rennur út í dag kl.19:00.

Færðu inn athugasemd

26. október – framboðsfréttir dagsins

Þórunn Egilsdóttir oddviti á Vopnafirði óskar eftir stuðningi í 4. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík, sækist eftir 2. sætinu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Færðu inn athugasemd

25.október – framboðsfréttir dagsins

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi rann út í gær. Í framboði eru Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður Árborg,  í 1. sæti, Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Garði, í 1. sæti, Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hveragerði, í 1.-4. sæti, Guðrún Erlingsdóttir, heilsumeistaranemi Vestmannaeyjum, í 2.-3. sæti, Ólafur Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Sandgerði, í 2.-3. sæti, Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi Höfn, í 2.-4. sæti, Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Árborg, sem gefur kost á sér í 3. sæti,  Bergvin Oddsson, háskólanemi Grindavík, í 3. sæti,    Hannes Friðriksson, vinnueftirlitsmaður Reykjanesbæ, í 3. sæti, Soffía Sigurðardóttir, húsfreyja  Árborg,   í 3. sæti og Kristín Erna Arnarsdóttir, verkefnisstjóri og háskólanemi Reykjavík,  í 3.-4. sæti.

Færðu inn athugasemd

24. október – framboðsfréttir dagsins

Anna Margrét Guðjónsdóttir varaþingmaður Samfylkingar í Suðurkjördæmi sækist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík.

Hrafnhildur Ragnarsdóttir stjórnmálafræðingur sækist eftir 5. sætinu í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Færðu inn athugasemd

23.október – framboðsfréttir dagsins

Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Sveitarfélaginu Árborg gefur kost á sér í 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi.

Sigfús Karlsson framkvæmdastjóri á Akureyri sækist eftir 2.-4.sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Reynir Þorsteinsson sækist eftir 2.-4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Mörður Árnason þingmaður Samfylkingar í Reykjavík sækist eftir 3. sæti í prófkjöri flokksins en þýðir að hann sækist eftir 2.sæti í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Í gærkvöldi rann út framboðsfrestur fyrir prófkjör Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.  Eftirtaldir eru í framboði: Árni Páll Árnason alþingismaður í 1. sæti, Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson alþingismaður í 2. sæti, Magnús Orri Schram alþingismaður í 2.-3. sæti, Amal Tamimi framkvæmdastjóri,  í  2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti, Stefán Rafn Sigurbjörnsson nemi í 3.-5. sæti og  Geir Guðbrandsson vaktstjóri í  5. sæti,

Færðu inn athugasemd

22.október – framboðsfréttir dagsins

Samkvæmt Mbl.is taka 16 þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Þau eru: Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Bryndís Loftsdóttir, vörustjóri íslenskra bóka, Elín Hirst, fjölmiðlafræðingur og sagnfræðingur, Friðjón R. Friðjónsson, ráðgjafi, Gunnlaugur Snær Ólafsson, upplýsingafulltrúi, Jón Gunnarsson, alþingismaður, Karen Elísabet Halldórsdóttir, varabæjarfulltrúi og skrifstofustjóri, Kjartan Örn Sigurðsson, bæjarfulltrúi, Óli Björn Kárason, ritstjóri og varaþingmaður, Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður, Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri, Sveinn Halldórsson, húsasmíðameistari, Sævar Már Gústavsson, sálfræðinemi við HR, Vilhjálmur Bjarnason, viðskiptafræðingur og Þorgerður María Halldórsdóttir, háskólanemi.

Ólafur Þór Ólafsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar  í Sandgerði gefur kost á sér í 2.-3. sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi.

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri og stjórnmálafræðingur gefur kost á sér í 3.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Færðu inn athugasemd