Sarpur fyrir október, 2012

31.október – framboðsfréttir dagsins

Willum Þór Þórsson framhalds- og háskólakennari gefur kost á sér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi. Eygló Harðardóttir hafði áður gefið kost á sér í 1.sætið.

Færðu inn athugasemd

30. október – framboðsfréttir dagsins

Líneik Anna Sævarsdóttir líffræðingur á Fáskrúðsfirði hefur tilkynnt á facebook-síðu sinni að hún sækist eftir 2. sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Garðar H. Guðjónsson blaðamaður og ráðgafi býður sig fram í 2.-3. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs gefur kost á sér í 1. sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.

Jónína Benediktsdóttir sækist eftir 1. sætinu í Reykjavíkurkjördæmi suður á lista Framsóknarflokksins.

Færðu inn athugasemd

29. október – framboðsfréttir dagsins

Daníel Haukur Arnarson háskólanemi gefur kost á sér í 3.-5. sæti á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Suðvesturkjördæmi.

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík sækist eftir að leiða lista flokksins í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Færðu inn athugasemd

28. október 2012 – framboðsfréttir dagsins

Kjördæmisráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi ákvað í dag að raða á listann með póstkosningu sem ljúka á 27. janúar.

Framboðsfrestur rann út í gær hjá Samfylkingunni í Reykjavík. Í framboði eru: Össur Skarphéðinsson (1.sæti), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir(1.-2.sæti),  Valgerður Bjarnadóttir (1.-2.sæti), Helgi Hjörvar(2.sæti),Skúli Helgason (2.-3.sæti), Mörður Árnason(3.sæti), Björk Vilhelmsdóttir (3.-4.sæti),  Anna Margrét Guðjónsdóttir (3.-4.sæti), Arnar Guðmundsson (4.-5. sæti), Teitur Atlason(4.-5.sæti), Hrafnhildur Ragnarsdóttir (5.sæti), Freyja Steingrímsdóttir (7.-8. sæti) og  Ósk Vilhjámsdóttir (7.-8.sæti).

Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík sækist eftir 2. sæti í forvali flokksins.

Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi ákvað í dag að viðhafa tvöfalt kjördæmisþing við uppstillingu á lista flokksins.

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Forseti Alþingis skilaði ekki inn framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík.

Færðu inn athugasemd

27. október – framboðsfréttir dagsins

Framboðsfrestur hjá Samfylkingunni í Reykjavík rennur út í dag kl.19:00.

Færðu inn athugasemd

26. október – framboðsfréttir dagsins

Þórunn Egilsdóttir oddviti á Vopnafirði óskar eftir stuðningi í 4. sætið á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.

Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Reykjavík, sækist eftir 2. sætinu í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna.

Færðu inn athugasemd

25.október – framboðsfréttir dagsins

Framboðsfrestur vegna prófkjörs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi rann út í gær. Í framboði eru Björgvin G. Sigurðsson, alþingismaður Árborg,  í 1. sæti, Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Garði, í 1. sæti, Bryndís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Hveragerði, í 1.-4. sæti, Guðrún Erlingsdóttir, heilsumeistaranemi Vestmannaeyjum, í 2.-3. sæti, Ólafur Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Sandgerði, í 2.-3. sæti, Árni Rúnar Þorvaldsson, kennari og bæjarfulltrúi Höfn, í 2.-4. sæti, Arna Ír Gunnarsdóttir, félagsráðgjafi og bæjarfulltrúi Árborg, sem gefur kost á sér í 3. sæti,  Bergvin Oddsson, háskólanemi Grindavík, í 3. sæti,    Hannes Friðriksson, vinnueftirlitsmaður Reykjanesbæ, í 3. sæti, Soffía Sigurðardóttir, húsfreyja  Árborg,   í 3. sæti og Kristín Erna Arnarsdóttir, verkefnisstjóri og háskólanemi Reykjavík,  í 3.-4. sæti.

Færðu inn athugasemd