Sarpur fyrir september, 2012

Ásmundur Friðriksson vill 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi

Ásmundur Friðriksson fv. bæjarstjóri í Garði hefur gefið út yfirlýsingu um það að hann sækist eftir 3.sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.

Færðu inn athugasemd

Erna Indriðadóttir vill 2.sætið á lista Samfylkingar í NA

Erna Indriðadóttir upplýsingafulltrúi Álversins á Reyðarfirði sækist eftir 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Áður höfðu þingmenn kjördæmisins þau Kristján Möller, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Jónína Rós Guðmundsdóttir lýst því yfir að þau sæktust eftir endurkjöri.

Færðu inn athugasemd

Guðmundur Steingrímsson gerir ráð fyrir að fara í framboð í Reykjavík

Guðmundur Steingrímsson þingmaður Bjartrar framtíðar sem kjörinn var fyrir Framsóknarflokkinn í Norðvesturkjördæmi gerir ráð fyrir því að fara fram í Reykjavík. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Færðu inn athugasemd

Sigurður Ingi sækist eftir 1. sæti hjá Framsókn á Suðurlandi

Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sækist eftir 1. sæti á lista flokksins í kjördæminu skv. DV í dag.

Færðu inn athugasemd

Af framboðsmálum Samfylkingar í Morgunblaðinu

Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem dreift er í dag er umfjöllun um framboðsmál Samfylkingarinnar. Nokkuð er um nýjar upplýsingar í greininni. Þar er því haldið fram að allir þingmenn Samfylkingarinnar utan Ástu Ragnheiður Jóhannesdóttur ætli að gefa kost á sér áfram. Þá er því haldið fram að Katrín Júlíusdóttir muni tilkynna á mánudag hvaða sæti hún sækist eftir. Greint er frá því að allir þingmenn Samfylkingar í Norðausturkjördæmi sækist eftir endurkjöri.

Færðu inn athugasemd

Steingrímur J. og Össur ætla áfram

Steingrímur J. Sigfússon þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi segir við Morgunblaðið í dag að hann hafi aldrei gefið annað í skyn en að hann sækist eftir endurkjöri. Þá kemur fram í viðtali við Össur Skarphéðinsson í Eyjafréttum í síðustu viku að hann eigi mörg kjörtímabil eftir.

Færðu inn athugasemd

Gunnlaugur Snær vill 6. sætið hjá Sjálfstæðisflokki í SV.

Gunnlaugur Snær Ólafsson upplýsingafulltrúi Heimssýnar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hann sækist eftir 6. sætinu á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.

Færðu inn athugasemd