Sarpur fyrir ágúst, 2012

Lúðvík Geirsson vill eitt af efstu sætunum í SV

Lúðvík Geirsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sem tók sæti á Alþingi eftir að Þórunn Sveinbjarnardóttir sagði af sér þingmennsku hefur gefið það út að hann muni sækjast eftir einu að efstu sætum flokksins í kjördæminu. Aðrir þingmenn flokksins eru þau Katrín Júlíusdóttir ráðherra, Árni Páll Árnason fv.ráðherra og Magnús Orri Schram.

Færðu inn athugasemd

Samfylkingin samþykkir að viðhafa áfram opin prófkjör

Á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir voru samþykktar reglur um hvernig stilla eigi upp á framboðslista. Leiðir sem kjördæmisráð/fulltrúraáð geta valið um til að velja á lista eru fjórar, í fyrsta lagi flokksval þar sem eingöngu flokksfélagar taka þátt, í öðru lagi  flokksval þar sem bæði flokksfélagar og skráðir stuðningsmenn taki þátt, í þriðja lagi kjörfundur og í fjórða lagi er uppstillingarnefnd. Enn er því möguleiki á opnum prófkjörum þ.e. að flokksfélagar og þeir sem undirrita stuðningsyfirlýsingu geti tekið þátt í vali á lista. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu

Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla með spurningum sem snúa að nýrri stjórnarskrá fer fram þann 20. október n.k. Utankjörfundargreiðsla getur hafist n.k. laugardag en búast má við að hún hefjist almennt n.k. mánudag. Frétt innanríkisráðuneytisins.

Færðu inn athugasemd

Reglur um uppstillingu á framboðslistum

Nú þegar um átta mánuðir eru til reglulegra alþingiskosninga má búast við því að framboð og hugsanlegir frambjóðendur fari að hugsa sér til hreyfings. Um helgina eru t.d.  fundir hjá Samfylkingunni og Vinstrihreyfingunni grænu framboði þar sem m.a. annars verður fjallað um prófkjörsreglur þessar flokkar. Flest önnu framboð virðast einnig vera með þessi mál í einhverjum farvegi, þó að regluverk þeirra sé í misföstum farvegi.

Framsóknarflokkurinn samþykkti slíkar reglur 28. apríl s.l.  Sjálfstæðisflokkurinn er með sérstakar prófkjörsreglur sem síðast var breytt í desember 2009. Í lögum Samstöðu er að finna ákvæði (8.gr.) um prófkjör og uppstillingu en ekki er vitað til að reglur hafi verið settar. Hægri grænir hafa sett sér reglur um hvernig skipa skuli á framboðslista sjá lög flokks (8.gr.)  Hjá Bjartri framtíð er það Nefndin, sem svo er nefnd, sem gerir tillögur um röðun á framboðslista. Í lögum Dögunar er að finna ákvæði í IX.kafla laga samtakanna með hvað hætti bjóða skuli fram.

Ekki fundust upplýsingar á síðum Bjartsýnisflokksins, Húmanistaflokksins, Lýðfrelsisflokksins eða Pírata partýsins með hvaða hætti þau komi til með að velja á lista sína.

Færðu inn athugasemd

Öll úrslit alþingiskosninga komin inn

Lokið er vinnu við að setja inn úrslit allra alþingiskosninga á Íslandi. Þar koma m.a. fram upplýsingar um atkvæðafjölda, þingmannafjölda í hverju kjördæmi fyrir sig, flutning frambjóðenda milli flokka, prófkjör eftir því sem upplýsingar fundust o.fl.

Færðu inn athugasemd