Sarpur fyrir júlí, 2012

Kærum vegna forsetakosninga hafnað

Hæstiréttur hefur hafnað þeim þremur kærum sem bárust vegna framkvæmdar forsetakosninganna 30. júní síðastliðinn. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verður því settur inn í embætti í fimmta sinn 1. ágúst n.k. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Fréttasíða vegna komandi alþingiskosninga

Stofnuð hefur verið fréttasíða vegna komandi alþingiskosninga. Sjá hér.

Færðu inn athugasemd

Úrslit í samanburði við skoðanakannanir

Tvær síðust skoðanakannanirnar sem birtust voru frá Fréttablaðinu og Stöð 2(bláu súlurnar)  annars vegar og frá Capacent Gallup hins vegar (rauðu súlurnar). Samanlögð frávik allra frambjóðenda voru 5,1% hjá Capacent Gallup en 10,7% hjá Fréttablaðinu/Stöð 2.  Það var því innan við 1% frávik að meðaltali á frambjóðanda í skoðanakönnun Capacent Gallup.

Færðu inn athugasemd

Ólafur Ragnar Grímsson kjörinn forseti með 52,8% fylgi

Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti Íslands í kosningum í gær með 52,8% fylgi. Þóra Arnórsdóttir hlaut 33,2%, Ari Trausti Guðmundsson 8,6%, Herdís Þorgeirsdóttir 2,6%, Andrea J. Ólafsdóttir 1,8%  og Hannes Bjarnason tæplega 1%. Heildarúrslit í forsetakosningunum 2012 er að finna hér.

Færðu inn athugasemd