Sarpur fyrir maí, 2012

Ólíklegt er að Ástþór verði í framboði

Samkvæmt frétt á Smugan.is er talið ólíklegt að nafn Ástþórs Magnússonar verði á kjörseðlinum í forsetakosningunum. Við athugun á undirskriftum í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að líklega eru 53 af 77 undirskriftum virðast vera falsaðar. Ólíklegt verður því að teljast að innanríkisráðuneytið taki framboðið gilt. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Sex eða sjö forsetaframbjóðendur?

Framboðsfrestur vegna forsetakosninganna rann út á miðnætti. Allir frambjóðendur nema Ástþór Magnússon hafa fengið athugasemdalaus vottorð frá kjörstjórnum vegna meðmælendalista sinna. Ekki er því enn ljóst hvort nafn Ástþórs Magnússonar verður á atkvæðaseðlinum við forsetakosningarnar 30. júní n.k.

Færðu inn athugasemd

Ólafur með 9% forskot í Capacent-könnun

Ólafur Ragnar Grímsson mældist með 45,3% fylgi í Capacent könnun sem birt var í fréttatíma RÚV í gærkvöldi. Þóra Arnórsdóttir mældist hins vegar með 36,7% fylgi. Þetta er minni munur en í Fréttablaðskönnuninni sem birt var á föstudagsmorgun og litlu samræmi við könnun MMR sem birt var í gær en þar voru Ólafur og Þóra með jafnmikið fylgi. Ari Trausti mældist með 9,2% fylgi, Herdís Þorgeirsdóttir með 4,1%, Andrea Ólafsdóttir með 2,7%, Ástþór Magnússon með 1,6%, og Hannes Bjarnason með 0,6%.

Færðu inn athugasemd

Meintar falsanir á meðmælalistum Ástþórs vísað til lögreglu

Yfirkjörstjórnir í Reykjavíkurkjördæmunum vísuðu í dag meintum fölsuðum undirskriftum á meðmælendalistum Ástþórs Magnússonar til lögreglu. Þá hefur lögreglumaður á Akureyri kært fölsun á undirskrift sinni á stuðningsmannalista Ástþórs.

Færðu inn athugasemd

Ólafur og Þóra jöfn í skoðanakönnun MMR

Samkvæmt skoðanakönnun MMR sem gerð var 21.5-24.5 eru Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir með jafn mikið fylgi 41,2%. Ari Trausti Guðmundsson var með 9.7%, Herdís Þorgeirsdóttir með 3,4%, Andrea J. Ólafsdóttir með 3,0%, Ástþór Magnússon með 1,4% og Hannes Bjarnason með 0,3%. Mikill munur er á þessari könnun og könnun Stöðvar2 og Fréttablaðsins sem birtist í morgun.

Færðu inn athugasemd

Ástþór Magnússon búinn að skila inn fleiri undirskriftum

Ástþór Magnússon segist hafa skilað inn tæplega 200 undirskriftum í stað þeirra sem kjörstjórnir hafa gert athugasemdir við. Aðspurður segist hann skila inn öllum gögnum sem nauðsynleg eru fyrir miðnætti í kvöld þegar framboðsfrestur rennur út. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Framboðsfrestur rennur út á miðnætti

Á kosningavef innanríkisráðuneytisins er tilkynning um að framboðsfrestur renni út á miðnætti í kvöld. Framboðum skal fylgja samþykki forsetaefnis, nægileg tala meðmælenda og vottorð yfirkjörstjórna um að þeir séu kosningarbærir.

Færðu inn athugasemd

Ólafur Ragnar tekur fram úr Þóru Arnórs

Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 nýtur Ólafur Ragnar Grímsson stuðnings 53,9% aðspurðra en 35,4% styðja Þóru Arnórsdóttur. Ara Trausta Guðmundsson segja 5,3% styðja, 2,7% Andreu J. Ólafsdóttur, 1,3% Herdísi Þorgeirsdóttur, 0,9% Ástþór Magnússon en enginn sagðist styðja Hannes Bjarnason. Alls tóku tæp 80% af stöðu til einhvers frambjóðenda í könnuninni. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Hannes Bjarnason segist vera búinn að skila undirskriftum

Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi sem að fékk frest til að skila inn undirskriftum sem vantaði í sunnlendingafjórðungi segist nú vera búinn að skila inn undirskriftum.

Færðu inn athugasemd

Grunur falskar undirskriftir hjá Ástþóri Magnússyni

Grunur leikur á að tugir eða hundruðir undirskrifta á meðmælendalistum Ástþórs Magnússonar séu falsaðar. Þessi grunur vaknaði við yfirferð starfsmanna þjóðskrár þar sem verið var að fara yfir listana. Ekki er því ljóst hvort að nafn Ástþórs verður á kjörseðlinum þann 30. júní n.k.

Færðu inn athugasemd