Sarpur fyrir apríl, 2012

Andrea Ólafsdóttir sögð tilkynna forsetaframboð 1. maí

Andrea J. Ólafsdóttir, sem þekktust er fyrir að vera í forsvari fyrir Hagsmunasamtök heimilanna, er sögð muna tilkynna um framboð sitt til forseta Íslands á morgun 1. maí. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Meðmælendur með forsetaframboðum

Til að forsetaframboð sé gilt þurfa að fylgja því að lágmarki 1.500 undirskriftir meðmælenda og að hámarki 3.000. Þeir skiptasta þannig að úr Sunnlendingafjórðungi þurfa að koma að lágmarki 1.206 undirskriftir, úr Vestfirðingafjórðungi að lágmarki 66, úr Norðlendingafjórðungi að lágmarki 166 og úr Austfirðingafjórðungi að lágmarki 62 undirskriftir.

Sunnlendingafjórðungur nær yfir Vestur Skaftafellssýslu, Suðurland, Suðurnes og Vesturland norður að Hvítá í Borgarfirði. Vestfirðingafjórðungur nær frá Hvítá í Borgarfirði norður um Snæfellsnes, Vestfirði alla til Hrútafjarðar. Norðlendingafjórðungur nær frá Hrútafirði allt austur að Reykjaheiði  í Norðurþingi. Austfirðingafjórðungur nær frá Reykjaheiði í Norðurþingi um suður um allt Austurland til og með Austur Skaftafellssýslu. Sjá nánar. 

Færðu inn athugasemd

Salvör Nordal ekki í forsetaframboð

Salvör Nordal segist ekki ætla í forsetaframboð í viðtali við helgarblaðið Fréttatímann sem kom á netið í kvöld. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Þóra 49% og Ólafur Ragnar 35% – óákveðnir 21%

Samkvæmt skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði dagana 24.-26. apríl mælist Þóra Arnórsdóttir með 49% fylgi en Ólafur Ragnar Grímsson 35%. Ari Trausti Guðmundsson var með 11,5% fylgi, Herdís Þorgeirsdóttir með 3% fylgi, Ástþór Magnússon með 0,8% fylgi, Jón Lárusson með 0,6% fylgi og Hannes Bjarnason með 0,3% fylgi. Óákveðnir eru 21%. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Snævar Valentínus Vagnsson íhugar forsetaframboð

Snævar Valentínus Vagnsson sem komst í fréttir á dögunum fyrir að hafa komið sprengju fyrir skammt frá Stjórnarráðinu íhugar nú forsetaframboð. Samkvæmt frétt DV hefur hann þegar safnað á þriðja þúsund undirskriftum. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Ari Trausti fer í framboð

Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta Íslands á sumardaginn fyrsta. Sjá. Heimasíða hans er www.aritrausti.is/

Færðu inn athugasemd

Ólafur Ragnar og Þóra Arnórsdóttir jöfn – þriðjungur tekur ekki afstöðu

Ólafur Ragnar Grímsson mælist með 46% fylgi og Þóra Arnórsdóttir með 46,5% fylgi í nýrri skoðanakönnun sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Aðrir frambjóðendur mælast með innan við 3%. Herdís Þorgeirsdóttir með 2,9%, Ástþór Magnússon með 1,5%, Jón Lárusson með 1,2% og Hannes Bjarnason með 0,4%.

Hringt var í 800 manns miðvikudaginn 11. apríl og fimmtudaginn 12. apríl. Um 3,9 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 22,1 prósent segist óákveðið og 9,1 prósent vildi ekki svara spurningunni, samtals 35,1%.

Færðu inn athugasemd

Kristín Ingólfsdóttir ekki í forsetaframboð

Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands hefur gefið út yfirlýsingu um að hún muni ekki gefa kost á sér til forsetakjörs. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Ari Trausti tilkynnir ákvörðun sína á sumardaginn fyrsta

Ari Trausti Guðmundsson er að íhuga að gefa kost á sér til forsetaframboðs. Hann segist munu gefa út yfirlýsingu á sumardaginn fyrsta. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Heimasíður forsetaframbjóðanda

Ástþór Magnússon www.forsetakosningar.is

Hannes Bjarnason www.jaforseti.is

Herdís Þorgeirsdóttir www.herdis.is vefur ekki tilbúinn (11/4)

Jón Lárusson umbot.org/

Ólafur Ragnar Grímsson engin heimasíða

Þóra Arnórsdóttir www.thoraarnors.is/ vefur ekki tilbúinn (11/4)

Færðu inn athugasemd