Sarpur fyrir mars, 2012

Salvör Nordal íhugar alvarlega forsetaframboð

Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands segist íhuga alvarlega framboð til forseta Íslands. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir fer í forsetaframboð

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hún hefði ákveðið að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Heimasíða framboðsins er www.herdis.is

Færðu inn athugasemd

Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor íhugar forsetaframboð

Kristín Ingólfsdóttir háskólarektor segir í viðtali við Morgunblaðið að hún íhugi forsetaframboð m.a. vegna áskoranna þess efnis. Sjá.

Færðu inn athugasemd

Hannes Bjarnason gefur kost á sér til embættis forseta Íslands.

Hannes Bjarnason landfræðingur hefur ákveðið að fara í framboð til embættis forseta Íslands og freista þess í næstu forsetakosningum að fá að leiða þjóðina sem trúnaðarmaður hennar og endurbyggja traust í samfélaginu. sjá nánar.

Færðu inn athugasemd

Skora á Kristínu Ingólfsdóttur háskólarektor að gefa kost á sér

Í undirbúningi er áskorun á Kristínu Ingólfsdóttur háskólarektor um að hún gefi kost á sér í embætti forseta Íslands. Sjá frétt á Vísi. 

 

Færðu inn athugasemd

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir íhugar forsetaframboð

Dr. Herdís Þorgeirsdóttir lögmaður og forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga íhugar alvarlega að fara í forsetaframboð. Hún segir ákvörðun sína munu byggjast á því hvort að hún finni öflugan stuðning. Sjá. 

Færðu inn athugasemd

Forsetakosningar: Framboðsfrestur rennur út eftir 2 mánuði

Framboðsfrestur vegna embættis forseta Íslands rennur út eftir 2 mánuði. Framboðum skal skila til innanríkisráðuneytisins, minnst fimm vikum fyrir kjördag ásamt fimmtán hundruð til þrjú þúsund undirskriftum.

Færðu inn athugasemd

Þóra Arnórsdóttir íhugar framboð

Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona íhugar framboð til forseta Íslands, en hún hlaut næst mest fylgi í skoðanakönnun sem gerð var af facebook-hópnum Betri valkost á Bessastaði. Sjá frétt á Visi.is

Færðu inn athugasemd

Skoðanakönnun um forsetakosningar

Facebook-hópurinn betri valkost á Bessastaði hefur birt skoðanakönnun um fylgi hugsanlegra forsetaframbjóðenda. Niðurstöður voru sem hér segir:

Hvert eftirtalinn myndir þú helst vilja sjá sem næsta forseta Íslands? Hvert eftirtalinn myndir þú helst vilja sjá sem næsta forseta Íslands?
Ólafur Ragnar Grímsson 33,9% Uppsafnað fyrsta til þriðja val.
Þóra Arnórsdóttir 14,5% Ólafur Ragnar Grímsson 41,5%
Elín Hirst 7,8% Þóra Arnórsdóttir 30,3%
Salvör Nordal 7,3% Elín Hirst 22,0%
Páll Skúlason 7,0% Salvör Nordal 18,9%
Stefán Jón Hafstein 6,0% Stefán Jón Hafstein 17,0%
Þórólfur Árnason 5,1% Páll Skúlason 16,6%
Ari Trausti Guðmundsson 5,0% Ari Trausti Guðmundsson 16,6%
Andri Snær Magnason 3,9% Þórólfur Árnason 15,2%
Ástþór Magnússon 1,5% Andri Snær Magnason 9,1%
Jón Lárusson 0,6% Ástþór Magnússon 3,0%
Annan 7,4% Jón Lárusson 2,8%
Samtals 100,0% Annan 10,4%

Færðu inn athugasemd