Sarpur fyrir maí, 2011

Kosningasaga

Forsetakosningar –  laugardaginn 30. júní 2012.

Yfirlýstir frambjóðendur eru Ólafur Ragnar Grímsson forseti, Ástþór Magnússon athafnamaður og Jón Lárusson lögreglumaður.

23. mars 2012 Svala Jónsdóttir í Facebook-hópnum “Betri valkost á Bessastaði” segir að niðurstaða skoðanakönnunar um forsetaframbjóðanda muni liggja fyrir öðru hvorum megin við helgina.

20. mars 2012 Forsætisráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um forsetakosningar – sjá.

15. mars 2012 Facebook-hópurinn “Betri valkost á Bessastaði” hefur beðið Capacent Gallup að kanna hvaða einstakling fólk vilji sjá á Bessastöðum. sjá.

10. mars 2012 Þórólfur Árnason fv. borgarstjóri íhuga forsetaframboð – sjá.

9. mars 2012 Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur íhugar forsetaframboð – sjá.

8. mars 2012 Þóra Arnórsdóttir fjölmiðlakona íhugar forsetaframboð – sjá.

7. mars 2012 Stefán Jón Hafstein fv.borgarfulltrúi og starfsmaður Þróunarsamvinnustofnunar er sagður íhuga forsetaframboð sjá.

6. mars 2012 Elín Hirst fjölmiðlakona íhugar forsetaframboð skv. þessari frétt  sjá.

6. mars 2012 Ragna Árnadóttir fv. dómsmálaráðherra og núverandi aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar verið nefnd sem hugsanlegur forsetaframbjóðandi. Hún hefur nú gefið út að hún sé ekki á leiðinni í framboð.  sjá.

4. mars 2012 Ólafur Ragnar Grímsson hefur gefið út yfirlýsingu um að hann sækist eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. sjá. Hann hefur setið í embætti í fjögur kjörtímabil frá 1996.

2. mars 2012 Ástþór Magnússon tilkynnti á blaðamannafundi í dag að hann hefði ákveðið að gefa kost á sér í þriðja sinn, sjá. Í forsetakosningunum 1996 hlaut hann 2,7%atkvæða en í kosningunum 2004 hlaut hann 1,9% atkvæða.

27.febrúar 2012 Ólafi Ragnari Grímssyni var í dag afhentar tæplega 31.000 undirskriftir um áskorun um að hann gefi kost á sér í fimmta sinn. sjá. Á blaðamannafundi síðdegis sagðist Ólafur svara því í þessari viku eða í upphafi næstu viku hvort hann gefi kost á sér áfram, sjá.

24. febrúar 2012 Ríkisútvarpið greinir frá því að Ólafi Ragnari Grímssyni verði á mánudag afhentar um 30.000 undirskriftir þar sem skorað er á hann að gefa kost á sér áfram sem Forseti Íslands. Sameiginlegur blaðamannafundur forsetans og stuðningsmanna hans er boðaður kl.16 sama dag.  sjá.

12. febrúar 2012 Samkvæmt skoðanakönnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins vilja 54% að Ólafur Ragnar Grímsson haldi áfram sem Forseti Íslands. Samkvæmt fréttinni hefur Ólafur Ragnar ekki viljað gefa kost á viðtali til að ræða hvort hann muni gefa kost á sér áfram. Sjá. Rúmlega 29.000 hafa skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram áfram. Sjá.

5. febrúar 2012 Rúmlega 27.000 hafa skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram áfram. Sjá.

28. janúar 2012 Rúmlega 24.000 hafa skorað á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram áfram. Sjá.

21. janúar 2012 Opnaður vefur til að skora á Ólaf Ragnar Grímsson að bjóða sig fram að nýju. Sjá.

11. janúar 2012 Ólafur Ragnar Grímsson neitaði að svara því með skýrum hætti í samtali við RÚV á föstudag hvort hann ætlaði bjóða sig fram aftur. Sjá.

9. janúar 2012 Jón Lárusson lögreglumaður lýsir yfir framboði. Sjá.

1. janúar 2012 Ólafur Ragnar Grímsson flytur áramótaávarp. Menn eru ekki sammála um hvort hann ætli fram eða ekki. Sjá.

Upplýsingar um forsetakosningarnar á vef innanríkisráðuneytisins. Sjá.

Færðu inn athugasemd